Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2021 11:32 Viðmælendur Vísis hafa bent á að skimanaferlið megi ekki vera þannig að það skapi vanlíðan og vantraust meðal kvenna. Enda er tilgangurinn með því að koma í veg fyrir ofskimanir öðrum þræði að skapa ekki óþarfa kvíða hjá konum. Konur hafa bent á að það geri það engin að gamni sínu að fara ítrekað í sýnatöku. Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Karen Eva Helgudóttir hefur áður farið í keiluskurð og meðferð vegna frumubreytinga og fór í sýnatöku síðasta sumar eftir að blæða fór frá leghálsinum, meðal annars við samfarir. Þá greindist hún aftur með frumubreytingar en var sagt að mæta í skimun að ári. Vegna blæðinganna ákvað hún að leita til kvensjúkdómalæknis síns fyrir um mánuði síðan, sem var sammála Karen að það væri of langt að bíða fram í október eftir nýrri sýnatöku. Sýni var tekið og sent Samhæfingarstöðinni en fyrir nokkrum dögum barst kvensjúkdómalækninum erindi þess efnis að sýnið yrði ekki rannsakað þar sem ekki var liðið ár. Sýnatakan var sögð ekki samræmast skimunarleiðbeiningum landlæknisembættisins og brýnt fyrir kvensjúkdómalækninum að kynna sér skimunarleiðbeiningarnar. Samskiptin milli Kristjáns og Þórðar vegna sýnis Karenar. Óskaði eftir sýnatöku í ljósi reynslu sinnar af öðrum sjúklingi „Það er ömurlegt að lenda í þessu,“ segir Karen, sem er ólétt að sínu öðru barni. „Ég er náttúrulega bara reið út í kerfið. Ég á litla stelpu sem ég er að sinna ein og er ólétt að öðru. Þetta er rosalegt sjokk ef það kemur eitthvað upp á. Ætlar hann að taka ábyrgð á því?“ spyr Karen og vísar til Kristjáns. Hún segir ótrúlegt að standa frammi fyrir óvissu um heilsu sína aðeins 26 ára gömul og geta ekkert að gert. „Ég er búin að gera allt sem ég get gert í rauninni,“ segir hún. Samkvæmt leiðbeiningunum á Karen að koma aftur í sýnatöku í október en þá verður hún komin meira en 34 vikur á leið. Kvensjúkdómalæknirinn hennar, Þórður Óskarsson, er síður en svo ánægður með inngrip Kristjáns, og spyr hann meðal annars í tölvupóstsamskiptum, sem Karen hefur fengið leyfi til að birta, hvort Kristján ætli að axla ábyrgð á því ef Karen greinist með krabbamein. Hann segir í bréfinu til Kristján að til hans hafi komið kona í september síðastliðnum sem greindist með krabbamein þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt svar úr sýni í janúar sama ár. Sú hafi fengið blæðingar í kjölfar samfara en samkvæmt skimunarleiðbeiningum átt að koma aftur í sýnatöku 2023. Þá segir Þórður að Karen sé enn með blæðingar frá leghálsi. „Viljið þið fá PAP sýni frá blæðandi leghálsi við 35-36 vikna meðgöngu? Hefur þú ekkert þarfara að gera en standa í svona rugli?“ spyr hann Kristján. Sýnum hent „Læknirinn minn er bara mjög reiður og var alveg miður sín þegar hann hringdi í mig. Hann er að reyna að hjálpa fólki en er bara stoppaður af kerfinu,“ segir Karen. Þegar hún ræddi við Þórð í gær hafði hann ekki fengið svör frá Kristjáni við tölvupóstum sínum. Vísir hefur heimildir fyrir því að nokkrir kvensjúkdómalæknar hafi fengið áþekk bréf frá Kristjáni, þar sem þeim er tilkynnt að sýni verði ekki rannsökuð þrátt fyrir að þeir hafi tekið faglega ákvörðun um nauðsyn þess að taka sýni hjá sjúklingum sínum. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi á fimmtudag sagði fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Ebba Margrét Magnúsdóttir meðal annars: „Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega.“ Landlæknir hefur sagt að konur geti ekki „pantað skimun“ utan skimunarferlisins en kvensjúkdómalæknar eiga engu að síður að geta tekið sýni og óskað eftir rannsókn þegar konur gefa sig fram með einkenni. Virðist hafa vald til að úrskurða um dómgreind lækna Af máli Karenar og fleirum að dæma er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að Kristján, sem stjórnandi Samhæfingarmiðstöðvarinnar, hafi heimild til að úrskurða um dómgreind annarra kvensjúkdómalækna í einstaka málum og ákveða að neita rannsókn. Vísir sendi landlæknisembættinu fyrirspurn í byrjun mánaðar þar sem meðal annars var spurt að því hvort Kristján hefði heimild til að taka fram fyrir hendurnar á kvensjúkdómalæknum með þessum hætti. Svarið var á þessa vegu: „Kristján Oddsson er yfirmaður Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana (SKS). Hlutverk SKS er að bera ábyrgð á að leiðbeiningum um skimun sem embætti landlæknis gefur út sé fylgt á landsvísu. Þetta felur m.a. í sér skipulag skimunar og samhæfingu hennar, boðun og að konum berist upplýsiungar um niðurstöðu skimunar og eftirfylgni. Lýðgrunduð skimun er skimun á heilbrigðum konum, þ.e. ekki konum sem eru með einkenni, og framkvæmd eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Hérlendis er farið eftir dönskum leiðbeiningum og er mikilvægt að þeim sé fylgt. Það er mikilvægt að skilja á milli sýna sem tekin eru vegna einkenna og skimunar og ekki á að taka sýni frá heilbrigðum konum oftar en leiðbeiningar kveða á um (sjá Skodun vegna frumubreytinga i leghalsi_baeklingurEL_2021.pdf (landlaeknir.is). Ef kvensjúkdómalæknar eru að taka sýni fyrir utan skilgreinds skimunartíma þurfa þeir að gefa upp ástæðu þess en það er gert ráð fyrir því að hægt sé að senda sýni einnig af læknisfræðilegri ástæðu. Að mati landlæknis er mikilvægt að allir framkvæmdaaðilar fylgi leiðbeiningum. Það er hins vegar óhjákvæmilegt þegar um víðtæka kerfisbreytingu er að ræða að einhverjir hnökrar komi upp. Ef ágreiningur skapast milli lækna væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggis konunnar sé gætt.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Tengdar fréttir Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Karen Eva Helgudóttir hefur áður farið í keiluskurð og meðferð vegna frumubreytinga og fór í sýnatöku síðasta sumar eftir að blæða fór frá leghálsinum, meðal annars við samfarir. Þá greindist hún aftur með frumubreytingar en var sagt að mæta í skimun að ári. Vegna blæðinganna ákvað hún að leita til kvensjúkdómalæknis síns fyrir um mánuði síðan, sem var sammála Karen að það væri of langt að bíða fram í október eftir nýrri sýnatöku. Sýni var tekið og sent Samhæfingarstöðinni en fyrir nokkrum dögum barst kvensjúkdómalækninum erindi þess efnis að sýnið yrði ekki rannsakað þar sem ekki var liðið ár. Sýnatakan var sögð ekki samræmast skimunarleiðbeiningum landlæknisembættisins og brýnt fyrir kvensjúkdómalækninum að kynna sér skimunarleiðbeiningarnar. Samskiptin milli Kristjáns og Þórðar vegna sýnis Karenar. Óskaði eftir sýnatöku í ljósi reynslu sinnar af öðrum sjúklingi „Það er ömurlegt að lenda í þessu,“ segir Karen, sem er ólétt að sínu öðru barni. „Ég er náttúrulega bara reið út í kerfið. Ég á litla stelpu sem ég er að sinna ein og er ólétt að öðru. Þetta er rosalegt sjokk ef það kemur eitthvað upp á. Ætlar hann að taka ábyrgð á því?“ spyr Karen og vísar til Kristjáns. Hún segir ótrúlegt að standa frammi fyrir óvissu um heilsu sína aðeins 26 ára gömul og geta ekkert að gert. „Ég er búin að gera allt sem ég get gert í rauninni,“ segir hún. Samkvæmt leiðbeiningunum á Karen að koma aftur í sýnatöku í október en þá verður hún komin meira en 34 vikur á leið. Kvensjúkdómalæknirinn hennar, Þórður Óskarsson, er síður en svo ánægður með inngrip Kristjáns, og spyr hann meðal annars í tölvupóstsamskiptum, sem Karen hefur fengið leyfi til að birta, hvort Kristján ætli að axla ábyrgð á því ef Karen greinist með krabbamein. Hann segir í bréfinu til Kristján að til hans hafi komið kona í september síðastliðnum sem greindist með krabbamein þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt svar úr sýni í janúar sama ár. Sú hafi fengið blæðingar í kjölfar samfara en samkvæmt skimunarleiðbeiningum átt að koma aftur í sýnatöku 2023. Þá segir Þórður að Karen sé enn með blæðingar frá leghálsi. „Viljið þið fá PAP sýni frá blæðandi leghálsi við 35-36 vikna meðgöngu? Hefur þú ekkert þarfara að gera en standa í svona rugli?“ spyr hann Kristján. Sýnum hent „Læknirinn minn er bara mjög reiður og var alveg miður sín þegar hann hringdi í mig. Hann er að reyna að hjálpa fólki en er bara stoppaður af kerfinu,“ segir Karen. Þegar hún ræddi við Þórð í gær hafði hann ekki fengið svör frá Kristjáni við tölvupóstum sínum. Vísir hefur heimildir fyrir því að nokkrir kvensjúkdómalæknar hafi fengið áþekk bréf frá Kristjáni, þar sem þeim er tilkynnt að sýni verði ekki rannsökuð þrátt fyrir að þeir hafi tekið faglega ákvörðun um nauðsyn þess að taka sýni hjá sjúklingum sínum. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi á fimmtudag sagði fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Ebba Margrét Magnúsdóttir meðal annars: „Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega.“ Landlæknir hefur sagt að konur geti ekki „pantað skimun“ utan skimunarferlisins en kvensjúkdómalæknar eiga engu að síður að geta tekið sýni og óskað eftir rannsókn þegar konur gefa sig fram með einkenni. Virðist hafa vald til að úrskurða um dómgreind lækna Af máli Karenar og fleirum að dæma er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að Kristján, sem stjórnandi Samhæfingarmiðstöðvarinnar, hafi heimild til að úrskurða um dómgreind annarra kvensjúkdómalækna í einstaka málum og ákveða að neita rannsókn. Vísir sendi landlæknisembættinu fyrirspurn í byrjun mánaðar þar sem meðal annars var spurt að því hvort Kristján hefði heimild til að taka fram fyrir hendurnar á kvensjúkdómalæknum með þessum hætti. Svarið var á þessa vegu: „Kristján Oddsson er yfirmaður Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana (SKS). Hlutverk SKS er að bera ábyrgð á að leiðbeiningum um skimun sem embætti landlæknis gefur út sé fylgt á landsvísu. Þetta felur m.a. í sér skipulag skimunar og samhæfingu hennar, boðun og að konum berist upplýsiungar um niðurstöðu skimunar og eftirfylgni. Lýðgrunduð skimun er skimun á heilbrigðum konum, þ.e. ekki konum sem eru með einkenni, og framkvæmd eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Hérlendis er farið eftir dönskum leiðbeiningum og er mikilvægt að þeim sé fylgt. Það er mikilvægt að skilja á milli sýna sem tekin eru vegna einkenna og skimunar og ekki á að taka sýni frá heilbrigðum konum oftar en leiðbeiningar kveða á um (sjá Skodun vegna frumubreytinga i leghalsi_baeklingurEL_2021.pdf (landlaeknir.is). Ef kvensjúkdómalæknar eru að taka sýni fyrir utan skilgreinds skimunartíma þurfa þeir að gefa upp ástæðu þess en það er gert ráð fyrir því að hægt sé að senda sýni einnig af læknisfræðilegri ástæðu. Að mati landlæknis er mikilvægt að allir framkvæmdaaðilar fylgi leiðbeiningum. Það er hins vegar óhjákvæmilegt þegar um víðtæka kerfisbreytingu er að ræða að einhverjir hnökrar komi upp. Ef ágreiningur skapast milli lækna væntir landlæknir þess að hlutaðeigandi ræði málin og komist að sameiginlegri niðurstöðu þannig að öryggis konunnar sé gætt.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Tengdar fréttir Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Persónuvernd telur mögulega tilefni til að útvíkka athugun sína Persónuvernd hefur borist svar frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig leitast er við að tryggja öryggi við auðkenningu leghálssýna sem send eru til Danmerkur og upplýsinga sem verða til við rannsóknir á þeim. 23. júní 2021 11:57
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28
Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum. 3. júní 2021 11:08