Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 18:45 Maðurinn, sem heitir Scott Estill, hefur verið saknað frá því í gær. Hann var svona klæddur þegar síðast sást til hans. Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar. Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Leitin hefur staðið að manninum síðan í gær, eftir að hann varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Björgunarsveitir um nær allt land hafa verið kallaðar út, notast er við dróna og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðið. „Við erum að fá hópa alveg vestan af Snæfellsnesi sem eru væntanlegir og austan af landi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þetta eru eitthvað á þriðja hundrað manns sem hafa verið í aðgerðinni,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum lýsti formlega eftir manninum nú síðdegis en hann heitir Scott Estill og er fimmtíu og níu ára Bandaríkjamaður. Honum er lýst sem grannvöxnum og var dökklæddur með litríka myndavélaól. Síðast sást til Scott við hraunkantinn austast í Merardölum, þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Lögregla hefur gefið út kort af svæðinu og beðið fólk um að merkja við þann stað þar sem sást til hans og hafa samband við lögreglu. Síðast sást til Scott austast við hraunið í Merardölum. Þá er fólk sem var á svæðinu í gær beðið um að skoða myndir og myndbönd sem það tók. „Hvort hann gæti hafa slæðst inn á þessar myndir. Það getur gefið okkur vísbendingu ef við höfum tímasetningu og staðsetningu.“ Leit verður haldið áfram inn í kvöldið og staðan endurmetin eftir það. „Líklega tökum við pásu í nótt og svo á að reyna að fara af stað í fyrramálið og taka svolítið massíva leit á morgun,“ segir Steinar.
Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira