Táknrænt að breyta joggingbuxum í gönguskó Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júní 2021 19:01 Ferðamenn sem leggja leið sína til landsins munu í sumar geta breytt joggingbuxunum sínum í gönguskó. Um er að ræða markaðsherferð á vegum Íslandsstofu þar sem fólk er hvatt til þess að loka tímabili takmarkana með táknrænum hætti. „Við viljum hjálpa erlendum ferðamönnum að finna aftur ævintýraþrána og með ákveðnum táknrænum hætti. Kannski helsti minnisvarði þessa erfiðu tíma eru joggingbuxurnar sem eru búnar að fylgja okkur í gegnum fjarvinnu, fjarfundum eða þegar við pöntum mat í gegnum netið,” segir Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu. Forseti Íslands fékk fyrsta skóparið. Hann verður líklega eini Íslendingurinn sem fær skópar því aðeins ferðamenn sem framvísa flugmiða til landsins geta óskað eftir skóm, í gegnum vefsíðuna sweatpantsboots.com.Íslandsstofa Forseti Íslands fékk fyrsta parið af joggingbuxnaskónum, sem hannaðir eru af Ýr Þrastardóttur. Strax er mikil eftirspurn eftir skónum, sem verða fáanlegir frá fyrsta júlí, og í takmörkuðu upplagi. Skórnir verða einungis fyrir ferðamenn en þeir geta pantað þá í gegnum netið. Verkefni upp á einn og hálfan milljarð „Þetta eru alvöru gönguskór sem hægt er að nýta. Það er líka gaman að segja frá því að þetta er allt úr endurunnu efni og tala nú ekki um joggingbuxurnar sem hefði kannski annars lent í ruslinu,” segir Daði enn fremur. Ýr Þrastardóttir hannar skóna.Íslandsstofa Öll vinnsla við verkefnið er íslensk en gefið var út tónlistarmyndband með lagi sem er samið af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Ragna Kjartansdóttir, eða Cell7, flytur það. Aðgerðin er hluti af verkefninu „Ísland - saman í sókn“ sem kostar þegar allt er talið um einn og hálfan miljarð króna. Daði segir að bundnar séu vonir við að það muni skila fleiri bókunum til landsins. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
„Við viljum hjálpa erlendum ferðamönnum að finna aftur ævintýraþrána og með ákveðnum táknrænum hætti. Kannski helsti minnisvarði þessa erfiðu tíma eru joggingbuxurnar sem eru búnar að fylgja okkur í gegnum fjarvinnu, fjarfundum eða þegar við pöntum mat í gegnum netið,” segir Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu. Forseti Íslands fékk fyrsta skóparið. Hann verður líklega eini Íslendingurinn sem fær skópar því aðeins ferðamenn sem framvísa flugmiða til landsins geta óskað eftir skóm, í gegnum vefsíðuna sweatpantsboots.com.Íslandsstofa Forseti Íslands fékk fyrsta parið af joggingbuxnaskónum, sem hannaðir eru af Ýr Þrastardóttur. Strax er mikil eftirspurn eftir skónum, sem verða fáanlegir frá fyrsta júlí, og í takmörkuðu upplagi. Skórnir verða einungis fyrir ferðamenn en þeir geta pantað þá í gegnum netið. Verkefni upp á einn og hálfan milljarð „Þetta eru alvöru gönguskór sem hægt er að nýta. Það er líka gaman að segja frá því að þetta er allt úr endurunnu efni og tala nú ekki um joggingbuxurnar sem hefði kannski annars lent í ruslinu,” segir Daði enn fremur. Ýr Þrastardóttir hannar skóna.Íslandsstofa Öll vinnsla við verkefnið er íslensk en gefið var út tónlistarmyndband með lagi sem er samið af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni og Ragna Kjartansdóttir, eða Cell7, flytur það. Aðgerðin er hluti af verkefninu „Ísland - saman í sókn“ sem kostar þegar allt er talið um einn og hálfan miljarð króna. Daði segir að bundnar séu vonir við að það muni skila fleiri bókunum til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira