Líkamsárás, slagsmál og glasi fleygt í lögreglubíl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 07:54 vísir/kolbeinn tumi Þrír voru handteknir í miðbænum í nótt vegna ofdrykkju og slagsmála á skemmtanalífinu. Einnig var tilkynnt um tvær líkamsárásir, aðra í miðbænum en hina í Laugardalnum. Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Annað kvöld hins endurreista næturlífsins gekk mun verr fyrir sig en það fyrsta. Eins og greint var frá í gær þurfti lögregla varla að hafa nokkur afskipti af fólki í miðbænum í fyrrinótt þegar skemmtistaðir fengu loks að hafa opið lengur. Það sama var ekki uppi á teningnum í gærkvöldi og í nótt. Í daglegri fréttatilkynningu lögreglu má sjá hvernig hún þurfti að sinna hinum ýmsu útköllum sem eiga það til að fylgja skemmtanalífinu á verstu nóttum. Mikil drykkja Óskað var eftir aðstoð lögreglu inni á ónefndum skemmtistað í miðbænum klukkan eitt í nótt vegna ofurölvi manns sem lét ófriðlega og veittist að gestum og gangandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt. Síðar um nóttina, klukkan þrjú, var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar í miðbænum. Ekki er greint frá því hvernig því útkalli lauk en í tilkynningu frá lögreglunni er minnst á að önnur líkamsárás hafi verið tilkynnt í Laugardalnum mun fyrr um kvöldið, klukkan hálf tíu. Aftur var síðan óskað eftir aðstoð lögreglu inni á skemmtistað klukkan um hálf fjögur, nú vegna slagsmála. Einn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangaklefa vegna málsins. Síðar um nóttina, klukkan að verða hálf fjögur, var einstaklingur handtekinn í miðbænum eftir að hafa hent glasi í lögreglubifreið. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum við þetta. Lögregla segir viðkomandi hafa verið ofurölvi og að hann hafi verið vistaður í fangageymslu í nótt. Í gærkvöldi var í tvígang tilkynnt um þjófnað úr verslun í borginni og nokkrum sinnum um innbrot. Einnig var talsvert um að lögregla stöðvaði ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21 „Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Viðtöl af djamminu: „Fokk Covid“ Mikil gleði og léttir einkenndu andrúmsloftið í miðbænum í nótt þegar fréttamenn Vísis og Stöðvar 2 litu þar við. 26. júní 2021 15:21
„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. 25. júní 2021 20:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent