Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 23:30 Í New York er hægt að sækja fyrirtæki til saka. Saksóknarar virðast undirbúa ákærur á hendur fyrirtæki Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42