Hvað eiga veiðigjöldin að vera há? Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. júní 2021 07:31 Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar