„Miðflokkurinn mætti gufa upp mér að meinalausu“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2021 11:24 Inga Sælan á þinginu. Þó hún taki ekki mikið mark á nýrri könnun hvað Flokk fólksins varðar kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé að ströggla, reyndar mætti sá flokkur gufa upp Ingu að meinalausu. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokksins gefur lítið fyrir nýja könnun um fylgi flokkanna. Nema henni kemur ekki á óvart að Miðflokkurinn skuli ekki sjá til sólar. Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Miðflokkurinn er á mörkum þess að detta af þingi samkvæmt könnun á fylgi stjórnmálaflokka sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Miðflokkurinn mældist með fimm prósenta fylgi og er þannig á mörkum þess að detta út af þingi en til að fá jöfnunarmönnum úthluta er þröskuldurinn fimm prósent á landsvísu. Í síðustu kosningum hlaut Miðflokkurinn 10,9 prósent. Ekki náðist í formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun. Aldrei fundið annan eins meðbyr Hins vegar var engan bilbug að finna á Ingu þó Flokkur fólksins mælist ekki inni á þingi ef kosningar fara svo sem könnunin segir til um. Hann mælist aðeins með 4,2 prósent sem þýðir að hann mun þurrkast út af þingi. „Við erum bjartsýn og brosandi og höfum fulla trú á því að fólk dæmi okkur af verkum okkar,“ segir Inga. Hún hefur ekki séð könnunina en þetta er algerlega á skjön við hennar upplifun; hún finnur mikinn meðbyr með flokknum og merkir það á flokksstarfinu. „Aldrei fundið eins mikinn meðbyr.“ Inga segir að nú sé talsvert meiri tími til undirbúnings en var 2017 og þau séu að reima á sig skóna, og setja þar á fallega slaufu. „Bjartsýni og bros. Flokkur fólksins er búinn að skjóta rótum. Það er bara þannig.“ Lágt risið á Miðflokknum að mati Ingu Flokkur fólksins hlaut í þingkosningum 2017 6,9 prósentum og fékk fjóra menn á þing. Í miðju Klausturmálinu voru hins vegar tveir þeirra reknir, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, og gengu þeir til liðs við Miðflokkinn. Þó Inga Sæland telji könnunina hvað Flokk fólksins varðar varla gefa rétta mynd af stöðunni kemur henni ekki á óvart að Miðflokkurinn sé í basli. „Við sjáum þetta með Gunnar Braga Sveinsson, hann er hættur,“ segir Inga sem situr við hlið hans á þinginu og segir að það sé miklu léttara yfir honum eftir að sú ákvörðun lá fyrir. Hún telur það skarð fyrir skildi fyrir Sigmund Davíð, hann þurfi nú að finna sér annan vængmann. „Ég held að þeir eigi eftir að finna fyrir Klausturmálinu alveg uppá nýtt. Við sjáum hvernig dómsstóll götunnar er að taka á fólki, þýðir ekkert að malda í móinn ef því er að skipta. Kemur mér ekkert á óvart og ég yrði rosalega glöð ef hann gufar bara upp, Miðflokkurinn. Það væri mér alveg að meinalausu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01