Pétri svarað Daði Már Kristófersson skrifar 28. júní 2021 12:01 Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar