Bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 20:01 Töluvert tjón varð í Háteigskirkju vegna vatnsleka í kjallara kirkjunnar í dag. Kirkjuvörður bindur vonir við að orgel, altari og annað timburverk hafi ekki orðið fyrir rakaskemmdum. Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Slökkvilið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. Lekinn uppgötvaðist í morgun en líklegt þykir að byrjað hafi að leka í gærkvöldi eða nótt. „Þetta kom í ljós þegar ég geng inn í kirkjuna. Þá finn ég þessa skrítnu lykt og eftir því sem ég labba framar í kirkjuna þá fer ég að heyra bylinn í vatninu,“ sagði Rannveig Eva Karlsdóttir, kirkjuvörður í Háteigskirkju. Slökkvilið hafði nýlokið við að dæla vatni upp úr kjallaranum þegar fréttastofu bar að garði skömmu eftir hádegi, en unnið var að þurrkun í dag. Ekki er vitað hvað olli lekanum. „En þetta hefur verið einhvers konar sprenging í vatnskerfinu.“ Ekki er vitað hve mikið tjón varð en að sögn Rannveigar er það töluvert. Ýmislegt er geymt í kjallara kirkjunnar meðal annars nótnablöð, jólaskraut og skjöl sem skemmdust. Þessi nótnablöð eru blaut í gegn.SIGURJÓN ÓLASON „Loftið hérna er þakið dropum eftir lekann og mikill raki hérna inni. Þessar nótur og skjöl eru meðal þess sem skemmdist í lekanum.“ Lekinn varð einungis í kjallara kirkjunnar en líkt og sést í myndbandinu voru gluggar í alrými kirkjunnar sveittir auk þess sem vatnstaumar láku niður veggina. Við sjáum að hérna inni er raki í gluggum og lofti. Haldiði að eitthvað hér hafi orðið fyrir skemmdum eins og þetta fallega orgel? „Ég vona svo sannarlega ekki við erum líka með flygil í kirkjunni og svo í öllu þessu viðarverki, bekkjunum, altari og svo framvegis, ég vona bara ekki,“ sagði Rannveig. Hér sjást vatnstaumar leka niður veggina í kirkjuskipinu.SIGURJÓN ÓLASON
Þjóðkirkjan Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Mikill vatnsleki í kjallara Háteigskirkju Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun vegna vatnsleka í kjallara Háteigskirkju. 28. júní 2021 12:43