Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 14:35 Jón Þór Ólafsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann og kollegar hans á þingi munu koma saman í næstu viku, í miðju sumarfríi. Vísir/Vilhelm Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira