Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:47 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur fjallað um, úr pontu Alþingis, mikilvægi þess að hagsmunaskráning þingmanna liggi fyrir. Hins vegar varð gáleysi þess valdandi að hann gleymdi að færa hlutabréfaeign sína í Marel til bókar þar til nýlega. vísir/vilhelm Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“
Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel?
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira