SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 11:11 Landeigendur vilja rukka þyrlufyrirtæki fyrir að lenda þyrlum sínum í landi Hrauns hvar gýs. Samtök ferðaþjónustunnar vara eindregið við slíkum hugmyndum, þar hljóti að koma til einhvers konar andlag, einhver þjónusta. vísir/vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“ Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“
Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira