Háseti rekinn fyrir Instagram-færslu og fær ekki bætur Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 14:16 Myndskeiðið sem varð hásetanum að falli var tekið á varðskipinu Þór. Vísir/Vilhelm Háseti sem sagt var upp störfum hjá Landhelgisgæslunni fór fram á rúmlega sex milljónir króna í bætur vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af öllum kröfum mannsins í gær. Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök. Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Hásetinn taldi að áminning sem hann fékk árið 2018 vegna ítrekaðra brota í starfi hafi ekki átt rétt á sér. Honum var gefið að sök að hafa mætt ölvaður og of seint á brúarvakt í varðskipinu Tý um mitt ár 2017 og að hafa sýnt yfirmanni ógnandi og ofbeldisfulla hegðun á árshátíð Landhelgisgæslunnar í byrjun árs 2018. Héraðsdómur féllst á það með hásetanum að ekki hafi mátt veita honum áminningu vegna atviksins þegar hann var sakaður um að mæta fullur á vakt enda var ekki sannað að hann hafi verið ölvaður. Hins vegar segir í dómi héraðsdóms að hásetinn hafi unnið sér inn fyrir áminningu á árshátíðinni með því að ógna yfirmanni sínum. Litið var til þess að hásetinn gekkst við hegðuninni í bréfi sem hann ritaði Landhelgisgæslunni til að andmæla áminningunni. Rekinn fyrir Instagram-færslu Þegar hásetanum var tilkynnt um fyrirhugaða uppsögn með bréfi í febrúar 2019 var honum gefið að sök að hafa tekið efni af öryggismyndavélum Landhelgisgæslunnar og birt opinberlega á Instagram-reikningi sínum í janúar 2019. Hásetinn bar fyrir sig að ekki mætti segja honum upp fyrir það enda sé það ekki sambærilegt brot og þau sem hann fékk áminningu fyrir. Þá vísar hásetinn til þess að umrætt myndskeið sé nokkurra ára gamalt og tekið af öryggismyndavélum löngu áður en það birtist hjá honum. Aðrir starfsmenn hafi birt myndskeiðið á samfélagsmiðlum án þess að fundið hefði verið að því. Ríkið vísar til þess að þessari birtingu myndskeiðsins sé bersýnilega ætlað að kasta rýrð á störf Landhelgisgæslunnar. Sú hegðun stefnanda að birta myndbandið hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Héraðsdómur telur að hásetinn hafi brotið gegn reglum Landhelgisgæslunnar með birtingu myndskeiðsins. Þar sem honum hafði áður verið veitt réttmæt áminning væri birtingin brottrekstrarsök.
Dómsmál Landhelgisgæslan Samfélagsmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira