Mikilvæg skref í rétta átt í plastmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. júlí 2021 09:31 Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða. Bann við ákveðnum einnota plastvörum Frá og með laugardeginum má ekki lengur selja ýmsar einnota vörur úr plasti, sem rannsóknir hafa sýnt að finnast hvað oftast á ströndum í Evrópu og eru að valda skaða víða um heim. Þetta eru t.d. bómullarpinnar úr plasti, plasthnífapör og -diskar, sogrör úr plasti, hræripinnar fyrir drykki, plastprik á blöðrur, allar vörur úr plasti sem eru niðurbrjótanlegar með oxun og svo matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Taka skal fram að þegar bómullarpinnar eða sogrör eru skilgreind sem lækningatæki má nota þær í heilbrigðisþjónustu. Það er allra síst tilgangur bannsins að koma í veg fyrir að þau sem sannarlega þurfa á þessum vörum að halda geti áfram notað þær. Rukkað fyrir einnota plastumbúðir Það kann að vera einfalt og þægilegt að kippa með sér mat eða drykk í einnota plastumbúðum, sérstaklega ef það er ókeypis, en náttúran og lífríkið þurfa í raun að borga fyrir það. Frá og með næsta laugardegi má ekki lengur afhenda ókeypis einnota drykkjar- eða matarílát úr plasti, t.d. þegar matur og drykkur er seldur til brottnáms (take-away). Þannig verður að taka fram á kassakvittun hver kostnaðurinn við einnota plastið er. Þessar breytingar miða að því að neytendur verði meðvitaðir um kostnaðinn. Að við hugsum okkur um, veltum fyrir okkur hvort við getum kannski frekar borðað á staðnum eða þegið matinn eða drykkinn í margnota umbúðum. Umbúðum sem ekki eru líklegar til þess að enda í náttúrunni og valda henni skaða. Er rökrétt að kaupa og nota ílát einu sinni, kannski bara í nokkrar mínútur, sem hugsanlega verður samt til í mörghundruð ár með mögulegum neikvæðum áhrifum á lífríkið? Hvað finnst þér? Af hverju erum við að þessu? Talið er að á hverju ári endi um 8 milljónir tonna af plasti í sjónum. Á Íslandi er talið að magn umbúðaplastsúrgangs sé um 47 kg á hvern íbúa á ári. Samtals gera það 16.500 tonn á ári. Og plast er frekar léttur efniviður. Berist plast út í náttúruna hverfur það ekki heldur brotnar niður í sífellt smærri agnir sem ratað geta inn í fæðukeðjuna. Rannsóknir hafa sýnt að plast er að finna nánast alls staðar í náttúrunni og það á ekki síður við um Ísland en aðra staði í heiminum. Hér hefur örplast til að mynda fundist í dýrum, jöklum og drykkjarvatni. En plast er ekki bara ógn við heilbrigði dýra og vistkerfa heldur hefur það líka í för með sér kostnað fyrir samfélagið. Það kostar að hreinsa upp plast þar sem það á ekki heima og plastmengun, til dæmis í sjónum, getur haft áhrif á ímynd landa. Fyrst og fremst er þó um að ræða óþarfa neyslu og sóun á dýrmætum auðlindum jarðar, sem við verðum að binda endi á. Hvað kemur þá í staðinn? Best er að hreinlega sleppa hlutum sem eru í raun óþarfir. Þurfum við að drekka drykkinn okkar með einu, jafnvel tveimur einnota rörum? Þurfum við blöðru með plastpriki? Þurfum við hræripinna til þess að blanda mjólkinni í kaffið? Eða getum við kannski sleppt þessu? Næst best er að finna margnota lausnir í staðinn, sem við sannarlega notum aftur og aftur. Náttúrunni er samt enginn greiði gerður t.d. ef við söfnum öll lífstíðarbyrgðum af margnota pokum og umgöngumst þá eins og þeir séu einnota. Þriðji kosturinn, en um leið sá sísti er að skipta út einni einnota vöru fyrir aðra. Það er kannski auðveldasta leiðin og hún er lögleg, en hún er ekki gallalaus. Mikil notkun á einnota vörum skapar álag á umhverfið, sama úr hvaða efni þær eru. Tilgangur þessara lagabreytinga er ekki að útrýma plasti. Plast er raunar gríðargott og nytsamlegt efni en við notum bara allt of mikið af því. Við þurfum að hætta að nota það þegar þess gerist ekki þörf (í óþarfa), auka líftíma þess þar sem við notum það og endurvinna það plast sem verður að úrgangi. Fyrir umhverfið og framtíðina Plastmengun er aðkallandi umhverfisvá, sem við verðum að sporna gegn. En það er líka alveg ljóst að þetta er áskorun sem engin þjóð tekst á við ein síns liðs. Þess vegna hef ég, ásamt umhverfisráðherrum á Norðurlöndunum, talað fyrir gerð alþjóðsamnings gegn plastmengun sem ég bind vonir við að verði að veruleika á næstu árum. Þangað til náðst hefur alþjóðlegt samkomulag um aðgerðir verður hver þjóð að líta sér nær. Síðastliðið haust gáfu Stjórnvöld út aðgerðaáætlun í plastmálum, Úr viðjum plastsins, þar sem settar eru fram 18 aðgerðir til þess að draga úr plastnotkun, auka endurvinnslu þess og sporna gegn plastmengun í hafinu. Nú stendur einnig yfir átak í úrbótum í fráveitumálum, með styrkjum til sveitarfélaga til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir. Örplastmengun berst í hafið með fráveitu ef hreinsun er ábótavant. Margar af aðgerðunum í áætluninni haldast í hendur við innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi, en það er nokkuð sem ég legg ríka áherslu á. Á undanförnum áratugum hefur mannkynið tamið sér neysluvenjur sem er ærið verk að vinda ofan af. Það er ekki ómögulegt en er hins vegar algjörlega nauðsynlegt. Breytingarnar sem ganga í gildi núna upp úr mánaðamótum eru mikilvæg skref í rétta átt, sem við verðum að stíga fyrir umhverfið og framtíðina. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða. Bann við ákveðnum einnota plastvörum Frá og með laugardeginum má ekki lengur selja ýmsar einnota vörur úr plasti, sem rannsóknir hafa sýnt að finnast hvað oftast á ströndum í Evrópu og eru að valda skaða víða um heim. Þetta eru t.d. bómullarpinnar úr plasti, plasthnífapör og -diskar, sogrör úr plasti, hræripinnar fyrir drykki, plastprik á blöðrur, allar vörur úr plasti sem eru niðurbrjótanlegar með oxun og svo matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Taka skal fram að þegar bómullarpinnar eða sogrör eru skilgreind sem lækningatæki má nota þær í heilbrigðisþjónustu. Það er allra síst tilgangur bannsins að koma í veg fyrir að þau sem sannarlega þurfa á þessum vörum að halda geti áfram notað þær. Rukkað fyrir einnota plastumbúðir Það kann að vera einfalt og þægilegt að kippa með sér mat eða drykk í einnota plastumbúðum, sérstaklega ef það er ókeypis, en náttúran og lífríkið þurfa í raun að borga fyrir það. Frá og með næsta laugardegi má ekki lengur afhenda ókeypis einnota drykkjar- eða matarílát úr plasti, t.d. þegar matur og drykkur er seldur til brottnáms (take-away). Þannig verður að taka fram á kassakvittun hver kostnaðurinn við einnota plastið er. Þessar breytingar miða að því að neytendur verði meðvitaðir um kostnaðinn. Að við hugsum okkur um, veltum fyrir okkur hvort við getum kannski frekar borðað á staðnum eða þegið matinn eða drykkinn í margnota umbúðum. Umbúðum sem ekki eru líklegar til þess að enda í náttúrunni og valda henni skaða. Er rökrétt að kaupa og nota ílát einu sinni, kannski bara í nokkrar mínútur, sem hugsanlega verður samt til í mörghundruð ár með mögulegum neikvæðum áhrifum á lífríkið? Hvað finnst þér? Af hverju erum við að þessu? Talið er að á hverju ári endi um 8 milljónir tonna af plasti í sjónum. Á Íslandi er talið að magn umbúðaplastsúrgangs sé um 47 kg á hvern íbúa á ári. Samtals gera það 16.500 tonn á ári. Og plast er frekar léttur efniviður. Berist plast út í náttúruna hverfur það ekki heldur brotnar niður í sífellt smærri agnir sem ratað geta inn í fæðukeðjuna. Rannsóknir hafa sýnt að plast er að finna nánast alls staðar í náttúrunni og það á ekki síður við um Ísland en aðra staði í heiminum. Hér hefur örplast til að mynda fundist í dýrum, jöklum og drykkjarvatni. En plast er ekki bara ógn við heilbrigði dýra og vistkerfa heldur hefur það líka í för með sér kostnað fyrir samfélagið. Það kostar að hreinsa upp plast þar sem það á ekki heima og plastmengun, til dæmis í sjónum, getur haft áhrif á ímynd landa. Fyrst og fremst er þó um að ræða óþarfa neyslu og sóun á dýrmætum auðlindum jarðar, sem við verðum að binda endi á. Hvað kemur þá í staðinn? Best er að hreinlega sleppa hlutum sem eru í raun óþarfir. Þurfum við að drekka drykkinn okkar með einu, jafnvel tveimur einnota rörum? Þurfum við blöðru með plastpriki? Þurfum við hræripinna til þess að blanda mjólkinni í kaffið? Eða getum við kannski sleppt þessu? Næst best er að finna margnota lausnir í staðinn, sem við sannarlega notum aftur og aftur. Náttúrunni er samt enginn greiði gerður t.d. ef við söfnum öll lífstíðarbyrgðum af margnota pokum og umgöngumst þá eins og þeir séu einnota. Þriðji kosturinn, en um leið sá sísti er að skipta út einni einnota vöru fyrir aðra. Það er kannski auðveldasta leiðin og hún er lögleg, en hún er ekki gallalaus. Mikil notkun á einnota vörum skapar álag á umhverfið, sama úr hvaða efni þær eru. Tilgangur þessara lagabreytinga er ekki að útrýma plasti. Plast er raunar gríðargott og nytsamlegt efni en við notum bara allt of mikið af því. Við þurfum að hætta að nota það þegar þess gerist ekki þörf (í óþarfa), auka líftíma þess þar sem við notum það og endurvinna það plast sem verður að úrgangi. Fyrir umhverfið og framtíðina Plastmengun er aðkallandi umhverfisvá, sem við verðum að sporna gegn. En það er líka alveg ljóst að þetta er áskorun sem engin þjóð tekst á við ein síns liðs. Þess vegna hef ég, ásamt umhverfisráðherrum á Norðurlöndunum, talað fyrir gerð alþjóðsamnings gegn plastmengun sem ég bind vonir við að verði að veruleika á næstu árum. Þangað til náðst hefur alþjóðlegt samkomulag um aðgerðir verður hver þjóð að líta sér nær. Síðastliðið haust gáfu Stjórnvöld út aðgerðaáætlun í plastmálum, Úr viðjum plastsins, þar sem settar eru fram 18 aðgerðir til þess að draga úr plastnotkun, auka endurvinnslu þess og sporna gegn plastmengun í hafinu. Nú stendur einnig yfir átak í úrbótum í fráveitumálum, með styrkjum til sveitarfélaga til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir. Örplastmengun berst í hafið með fráveitu ef hreinsun er ábótavant. Margar af aðgerðunum í áætluninni haldast í hendur við innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi, en það er nokkuð sem ég legg ríka áherslu á. Á undanförnum áratugum hefur mannkynið tamið sér neysluvenjur sem er ærið verk að vinda ofan af. Það er ekki ómögulegt en er hins vegar algjörlega nauðsynlegt. Breytingarnar sem ganga í gildi núna upp úr mánaðamótum eru mikilvæg skref í rétta átt, sem við verðum að stíga fyrir umhverfið og framtíðina. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar