Ekki má höggva tvisvar í sama knérunn barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júlí 2021 12:30 Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun