Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 1. júlí 2021 14:28 Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Vísir/Lillý Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Akureyri Almannavarnir Lögreglumál Slökkvilið Björgunarsveitir Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira