„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 19:40 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum. „Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira