Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 19:01 Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Trumps, í dómsal í kvöld. AP/Seth Wenig Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30