Sjúkdómar í sumarfríi Sigmar Guðmundsson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Tengdar fréttir Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun