Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í úrslitaleiknum á móti Litháen í gær. EPA-EFE/Toms Kalnins Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Doncic bauð upp á þrennu þegar Slóvenía vann 96-85 sigur á heimamönnum í Litháen í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Hann var með 31 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Þessi frábæri bakvörður Dallas Mavericks var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í mótslok. M-V-P, M-V-P, M-V-P! A historic night for @luka7doncic, who helps book a ticket to #Tokyo2020 with a triple-double performance! 31 PTS 11 REB 13 AST | 42 EFF pic.twitter.com/QAXqv8AfwO— FIBA (@FIBA) July 4, 2021 „Mér er alveg sama um MVP verðlaunin. Við unnum. Við erum að fara á Ólympíuleikana í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar. Það er stórkostlegt. Ég held að öllum krökkum dreymi um að keppa á Ólympíuleikunum. Það gerði ég líka. Nú erum við komnir þangað. Við börðumst virkilega, virkilega mikið fyrir þessu og ég held að við eigum skilið að vera þarna,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. „Við erum að skrifa söguna fyrir þjóðina okkar og leiðin er bara upp á við,“ sagði Doncic. Vlatko Cancar skoraði 18 stig fyrir Slóveníu, Jaka Blazic var með 16 stig og Mike Tobey skoraði 13 stig. Luka Doncic and Slovenia have qualified to compete in the Olympics for the first time in the nation's history pic.twitter.com/5ZxJZ6xD7t— ESPN (@espn) July 4, 2021 Jonas Valanciunas, Arnas Butkevicius og Mantas Kalnietis skoruðu allir fjórtán stig fyrir Litháen sem mun missa af Ólympíuleikunum í fyrsta sinn síðan þjóðin fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum og tók þátt á ÓL í Barcelona 1992. Slóvenía mun spila í C riðli á Ólympíuleikunum þar sem mótherjarnir verða Argentína, Japan og Spánn. Slóvenía var ein af fjórum þjóðum sem komst í gegnum fjórskipta undankeppni um síðustu fjögur sætin á Ólympíuleikunum. Ítalía vann Serbíu 102-95 í úrslitaleik í keppninni í Belgrad, Tékkland vann Grikkland 97-72 í úrslitaleiknum í keppninni í Kanada og Þýskaland vann 75-64 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum í keppninni í Split í Króatíu.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira