Treystum náttúrunni Starri Heiðmarsson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun