Öryggi og notkun rafbíla Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 08:01 Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands. Rafmagnið er hreint og tiltölulega ódýrt. Því ætti ekki að koma á óvart að sífellt fleiri kjósa að fá sér rafbíl. En það er að ýmsu að huga til að tryggja öryggi og rétta umgengni. Hleðsla rafbíla Mikilvægt er að rétt sé staðið að hleðslu til að koma í veg fyrir bruna. Öruggast er að hlaða rafbíla í þar til gerðum hleðslustöðvum, ýmist hraðhleðslustöð eða heimahleðslustöð. Þá er um að ræða sérhæfðan tengibúnað til hleðslu rafknúinna farartækja sem er fasttengdur raflögn. Hver tengistaður þarf að vera varinn með yfirstraumvarnabúnaði (öryggi í rafmagnstöflu) og bilunarstraumrofa (lekastraumrofa) sem ver einungis þennan tiltekna tengistað. Ekki má hlaða nema einn rafbíl í einu. Ef hlaðið er í gegnum tengil þarf að vera sérstakur stjórn- og öryggisbúnaður á hleðslusnúrunni, til dæmis stjórnbox á hleðslustrengnum. Gæta þarf þess að þyngd stjórnboxins hangi ekki í tenglinum og valdi þannig álagi. Það getur haft í för með sér ofhitnun í tengli og mögulega brunahættu. Mælt er með að nota þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartengla þegar hlaðið er heima en stranglega bannað er að nota framlengingarsnúrur, fjöltengi eða önnur millistykki við hleðslu rafbíla. Hefðbundin framlengingarsnúra þolir ekki það mikla álag sem verður þegar bíll er hlaðinn. Hún hitnar gríðarlega og skapar það brunahættu. Gæta þarf þess að hleðslustrengir verði ekki fyrir hnjaski og ekki má nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst. Skaði á rafhlöðu Ef sýnilegur skaði er á rafhlöðu ætti alltaf að leita til þjónustuaðila og biðja hann að kanna ástand rafhlöðunnar. Sumt sést þó ekki eins og til dæmis framleiðslugallar og bilanir sem geta orðið til þess að hleðsla hættir ekki sjálfkrafa þegar rafhlaða er fullhlaðin. Eins hefur það gerst að bruni í rafhlöðu taki sig upp að nýju löngu eftir að búið er að slökkva eld í henni. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát. Samkvæmt nýlegri frétt frá Noregi fjölgar tilfellum þar sem kviknar í rafhlöðum rafknúinna farartækja og hafa brunar í rafhlöðum rafmagnsbíla og rafmagnshjóla verið þar efst á listanum. Aukinni notkun fylgja vissulega fleiri óhöpp og því nauðsynlegt að vera vel upplýst. Viðbrögð við bruna í rafhlöðu Ef eldur kviknar í rafhlöðu er hægt að nota slökkvitæki eða eldvarnarteppi ef slíkt er til staðar. Ekki má sprauta eða skvetta vatni á logandi rafhlöðu því þá blossar eldurinn upp. Ef mikill eldur logar er öruggast að forða sér og hringja í 112. Tryggingar rafbíla Nýlega hafa sum tryggingafyrirtæki uppfært kaskótryggingu sína þannig að hún sé heppilegri fyrir rafbílaeigendur. Sem dæmi má nefna að kaskótrygging Sjóvá bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur. Því eru tjón á undirvögnum allra bíla nú bætt og veitir kaskótryggingin víðtækari vernd en áður. Þegar talað er um venjulegan akstur er átt við akstur á almennum vegum en tryggingin bætir ekki tjón sem verður ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum eða slóðum utan vega eða yfir óbrúaðar ár. Ekki heldur tjón sem verður í aksturskeppni. Vissulega gilda síðan sömu umferðarreglur fyrir alla bílstjóra og ef þær eru virtar ætti allt að ganga að óskum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun