Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 22:15 Borgarstjóri og samgönguráðherra takast í hendur eftir undirritun yfirlýsingar um Sundabraut í dag. KMU Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að núna geti menn farið að bretta upp ermar. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að nú þegar hefðu farið allnokkrar vinnustundir í verkefnið en þær yrðu mjög margar héðan í frá. Yfirlýsingin undirrituð á Vogabakka.KMU „Þannig að það má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan,“ sagði ráðherrann og kvaðst fagna þessum degi gríðarlega. Sundabrautin myndi bæta umferðaflæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og bæta tengingar landsbyggðarinnar inn í borgina. „Ég held að þetta bara rammi bara mjög vel inn þessi næstu skref í málinu þó að það séu mörg handtök eftir,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um yfirlýsinguna. Sundabraut verður öll lögð í einni samfelldri framkvæmd en ekki skipt upp í áfanga, samkvæmt yfirlýsingunni. Sem fyrr er gert ráð fyrir að Sundbrautin verði í einkaframkvæmd og alfarið kostuð með veggjöldum. En má búast við að það geti orðið núningar milli ríkis og borgar í þessu máli, eins og hafa verið? „Þeir hafa auðvitað verið í mjög langan tíma. Þessvegna er þessi viljayfirlýsing okkar í dag til marks um það að við höfum náð sameiginlegri sýn um verkefnið. Þessvegna er þetta stór dagur,“ svarar samgönguráðherra. „Nú erum við að fara í leiðarvalið. Og þar eru einkum tveir kostir: Annarsvegar Sundabrú eða Sundagöng. Þetta verður metið núna í kjölfar félagshagfræðilegrar greiningar sem er að ljúka núna,“ segir borgarstjóri. Áætlað er að Sundabraut kosti um sjötíu milljarða króna, verði Sundabrú valin, en fjórtán milljörðum meira, verði Sundagöng valin.KMU Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. En trúa menn því að þær tímasetningar standist? „Já, ég er bjartsýnn. Mér finnst þetta verkefni, frá því við tókum það föstum tökum núna á þessu kjörtímabili, hafa verið í fínum farvegi og eiginlega allir áfangar gengið upp. Og ég held að það haldi áfram,“ svarar ráðherrann. „Nú held ég að við séum kannski í fyrsta skipti komin með raunhæfa tímaáætlun. En auðvitað þarf að hafa í öllum svona stórum og flóknum verkefnum fyrirvara varðandi umhverfismat og skipulagsþáttinn og það samráð sem framundan er,“ svarar borgarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sundabraut Vegagerð Vegtollar Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Leggja fram þingsályktunartillögu um Sundabraut í einkaframkvæmd Þingsályktunartillaga sem kveður á um að samgönguráðherra verði falið að bjóða út hönnun, fjármögnun og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd hefur verið lögð fram á Alþingi. 18. nóvember 2020 15:39 Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. 27. ágúst 2020 22:30 Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 18. maí 2020 21:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að núna geti menn farið að bretta upp ermar. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hann að nú þegar hefðu farið allnokkrar vinnustundir í verkefnið en þær yrðu mjög margar héðan í frá. Yfirlýsingin undirrituð á Vogabakka.KMU „Þannig að það má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan,“ sagði ráðherrann og kvaðst fagna þessum degi gríðarlega. Sundabrautin myndi bæta umferðaflæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og bæta tengingar landsbyggðarinnar inn í borgina. „Ég held að þetta bara rammi bara mjög vel inn þessi næstu skref í málinu þó að það séu mörg handtök eftir,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um yfirlýsinguna. Sundabraut verður öll lögð í einni samfelldri framkvæmd en ekki skipt upp í áfanga, samkvæmt yfirlýsingunni. Sem fyrr er gert ráð fyrir að Sundbrautin verði í einkaframkvæmd og alfarið kostuð með veggjöldum. En má búast við að það geti orðið núningar milli ríkis og borgar í þessu máli, eins og hafa verið? „Þeir hafa auðvitað verið í mjög langan tíma. Þessvegna er þessi viljayfirlýsing okkar í dag til marks um það að við höfum náð sameiginlegri sýn um verkefnið. Þessvegna er þetta stór dagur,“ svarar samgönguráðherra. „Nú erum við að fara í leiðarvalið. Og þar eru einkum tveir kostir: Annarsvegar Sundabrú eða Sundagöng. Þetta verður metið núna í kjölfar félagshagfræðilegrar greiningar sem er að ljúka núna,“ segir borgarstjóri. Áætlað er að Sundabraut kosti um sjötíu milljarða króna, verði Sundabrú valin, en fjórtán milljörðum meira, verði Sundagöng valin.KMU Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. En trúa menn því að þær tímasetningar standist? „Já, ég er bjartsýnn. Mér finnst þetta verkefni, frá því við tókum það föstum tökum núna á þessu kjörtímabili, hafa verið í fínum farvegi og eiginlega allir áfangar gengið upp. Og ég held að það haldi áfram,“ svarar ráðherrann. „Nú held ég að við séum kannski í fyrsta skipti komin með raunhæfa tímaáætlun. En auðvitað þarf að hafa í öllum svona stórum og flóknum verkefnum fyrirvara varðandi umhverfismat og skipulagsþáttinn og það samráð sem framundan er,“ svarar borgarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sundabraut Vegagerð Vegtollar Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40 Leggja fram þingsályktunartillögu um Sundabraut í einkaframkvæmd Þingsályktunartillaga sem kveður á um að samgönguráðherra verði falið að bjóða út hönnun, fjármögnun og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd hefur verið lögð fram á Alþingi. 18. nóvember 2020 15:39 Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. 27. ágúst 2020 22:30 Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 18. maí 2020 21:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15
Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi. 24. janúar 2021 11:40
Leggja fram þingsályktunartillögu um Sundabraut í einkaframkvæmd Þingsályktunartillaga sem kveður á um að samgönguráðherra verði falið að bjóða út hönnun, fjármögnun og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd hefur verið lögð fram á Alþingi. 18. nóvember 2020 15:39
Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. 27. ágúst 2020 22:30
Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 18. maí 2020 21:24