Viðsnúningur fram undan í efnahagslífinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 09:41 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í morgun þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að hafa orðið fyrir miklu áfalli í kjölfar heimsfaraldurs er reiknað með öflugum viðsnúningi í efnahagslífinu með kröftugum vexti útflutnings, sérstaklega ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland sem birt var í dag. Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Meginefni skýrslunnar er að vel hafi gengið í baráttunni við faraldurinn, að mati OECD, og að viðsnúningur sé fram undan. Hagkerfið hafi sýnt viðnámsþrótt með öflugri einkaneyslu og vexti í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu á tímum faraldursins. „Peninga- og fjármálastefna hafi stutt vel við hagkerfið og rétt sé að viðhalda þeim stuðningi enn um sinn, en auka þurfi aðhaldið um leið og aðstæður leyfa með það að markmiði að stöðva skuldasöfnun líkt og stefnt er að í gildandi fjármálaáætlun,“ segir í úrdrætti skýrslunnar sem birtist á vef Stjórnarráðsins. OECD spáir því að viðsnúningur verði í efnahagslífinu á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Stofnunin leggur þá til nokkur atriði til íslenskra stjórnvalda svo hægt verði að styðja enn frekar við efnahagslífið, þar á meðal að leysa taumhald á peningastefnu en vera tilbúin að auka aðhald ef langtíma verðbólguvæntingar hækki. Auðvelda þurfi aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum, draga úr misvægi í hæfni vinnuafls og eftirspurn eftir þekkingu og styrkja starfsnám með því að tryggja aðgengi að starfsþjálfun. Þá leggur stofnunin til að skattstyrkjakerfið sé lagað betur að minni nýsköpunarfyrirtækjum. Kerfið sem hafi verið innleitt virðist gagnast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur en að minni fyrirtæki nái ekki að auka nýsköpun í takt við umfangið í stuðningi til þeirra. Einnig þurfi að stuðla að samstarfi rannsóknarstofnana og atvinnulífsins og stuðla að þekkingarmiðlun. OECD leggur þá einnig mikið upp úr að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði samræmdari, þróa þurfi samræmda umgjörð um loftslagsaðgerðir með skýrri forgangsröðun og aðgerðaáætlun og draga úr vægi tæknilegra ráðstafana. Þá þurfi að leggja kolefnisskatta eða aðra loftlagsskatta á allar greinar út frá losun, þar á meðal á jarðhita, sorphirðu og landbúnað. Þá er hvatt til að fjárfesting í lágkolefna samgönguinnviðum, orkuskiptum og stafrænum innviðum verði aukin.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01 Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á vefgátt OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda. 1. júlí 2021 14:01
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. 2. júní 2021 17:44