Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 18:07 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af aðgerðinni. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. REFUGEES IN ICELAND Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31