Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júlí 2021 20:01 Donald Trump hefur nú höfðað mál gegn Facebook, Twitter og YouTube. Getty/Chip Somodevilla Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar. Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38