Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júlí 2021 20:01 Donald Trump hefur nú höfðað mál gegn Facebook, Twitter og YouTube. Getty/Chip Somodevilla Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar. Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Það vakti heimsathygli þegar Twitter-aðgangi Trump var eytt í janúar. Þá var hann einnig bannaður á Facebook og YouTube. Þetta var í kjölfar innrásarinnar í þinghúsið í Washington, en Trump er talinn hafa egnt stuðningsmenn sína til ofbeldisverka á Twitter. Trump vill að samfélagsmiðlar hætti að setja fólk á svarta lista og að bundinn verði endir á þöggun. Hann hefur farið fram á skaðabætur frá fyrirtækjunum þremur, ásamt því að endurheimta aðganga sína. Trump sem var afar virkur á Twitter, brást við lokun aðgangsins með því að stofna sinn eigin miðil, „From the desk of Donald J. Trump“ eða Frá skrifborði Donald J. Trump. Miðillinn naut þó lítilla vinsælda og lokaði Trump miðlinum í síðasta mánuði. Ólíklegt að Trump hafi betur Fleiri stefnendur hafa gengið til liðs við Trump í málsókninni. Þeir halda því fram að fyrrnefndir samfélagsmiðlar hafi gerst sekir um að misbeita ritstjórnarvaldi sínu. Bandaríski lagaprófessorinn Eric Goldman hefur rannsakað yfir sextíu sambærileg mál, þar sem einstaklingar hafa freistað þess að fara í mál við samfélagsmiðla vegna fjarlægingu efnis eða lokun aðganga. Hann telur afar ólíklegt að Trump og félagar vinni málið og telur málsóknina einungis vera örþrifaráð Trump til þess að fá athygli. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook, Twitter né YouTube vegna málsóknarinnar.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Facebook Twitter Tengdar fréttir Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. 4. júní 2021 19:16
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38