Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 06:48 „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin.“ Getty Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Sjá meira
Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Sjá meira