Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2021 20:56 María Karen Sigurðardóttir er deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur. sigurjón ólason Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“ Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Langt fram eftir 20. öld voru fiskimenn með útgerð grásleppubáta við Ægisíðu. „Þegar mest var þá voru hér sextán bátar sem réru héðan út og hér eru mjög merkar atvinnuminjar fyrir Reykjavík,“ sagði María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjaíkur. Grásleppuskúrarnir.sigurjón ólason Grásleppuskúrarnir sem standa við Ægisíðu voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar. Borgarsögusafn fékk það verkefni fyrir þremur árum að gera minjunum hærra undir höfði og hreinsa til á svæðinu. Ljósmyndir voru notaðar til að skoða uppruna skúrana. „Við fengum smið til þess að taka hér upp fyrsta skúrinn af nokkrum og endurgera hann.“ Hér má sjá skúrinn sem um ræðir.sigurjón ólason Þessi skúr hér að ofan er sá fyrsti sem er endurgerður og má finna mikla viðarlykt þegar gengið er inn í hann. Skúrarnir voru á sínum tíma smíðaðir úr kassafjölum og ljóst að fólk nýtti það efni sem til var. „Þá kom í ljós að undir var, eins og oft er, tjörupappi og síðan lektur. Síðan var gólfið orðið fúið þannig að það þurfti að setja nýtt gólf í skúrana,“ sagði María. „Ýmsir mögulekar til að nýta þessar minjar“ „Þessir grásleppuskúrar hafa staðið lengi hér við Ægisíðuna en nú stendur til að nýta þá betur.“ „Einhverjar umræður hafa verið um að nýta skúrana sem búningsklefa fyrir þá sem stunda sjósund. Það væri vel hægt að gera það þannig það eru ýmsir möguleikar til að nýta þessar minjar,“ sagði María Karen. Grásleppuskúrarnir voru á sínum tíma vinnu- og geymsluskúrar.sigurjón ólason Stefnt er að því að taka aðra skúra á svæðinu í gegn á næstunni. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði haldið áfram og vonandi verður það svo því að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir atvinnusögu Reykjavíkur.“
Reykjavík Sjósund Húsavernd Tengdar fréttir Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Horft aftur til fortíðar í veiði Nú stendur til að endurvekja grásleppuútgerð í Grímsstaðavör við Ægissíðu í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu í menningarmálanefnd árið 2006 um endurvakningu útgerðarinnar og friðun grásleppuskúranna, þegar stóð til að jafna þá við jörðu. 10. september 2010 04:00