Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 18:05 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi. Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handlæknastöðinni en umræddur læknir starfaði þar fram í desember 2019. Forsvarsmenn segjast harma framferði umrædds háls-, nef- og eyrnalæknisins og að málið sé blettur á fjörutíu ára sögu læknastöðvarinnar. Umræddur læknir framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir að mati óháðra sérfræðinga, þar á meðal á fimmtán og tveggja ára börnum. Læknirinn er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu Handlæknastöðvarinnar kemur fram að það hafi verið vegna árvekni vinnufélaga sem athygli hafi verið vakin á því að mögulega kynni vinnulag viðkomandi læknis að hafa verið ámælisvert. Fyrst var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. „Þann 4. desember 2019, um leið og grunsemdir lágu fyrir, tilkynnti stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar Embætti landlæknis um hugsanleg brot umrædds læknis gegn starfsskyldum. Í kjölfarið gerði Handlæknastöðin Sjúkratryggingum Íslands einnig viðvart um málið,“ segir í yfirlýsingunni. Strax hafi verið ráðist í að herða allt eftirlit með verkferlum innan stöðvarinnar og innra eftirlit sé nú í áframhaldandi þróun. „Verður einskis látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ Heilbrigðisráðuneytið staðfest ákvörðun landlæknis Eiríkur Orri Guðmundsson, stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar, er skrifaður fyrir yfirlýsingunni. Þar segir að framferði umrædds læknis sé sorglegt frávik frá þeim gæðaviðmiðum sem stöðin hafi haft í heiðri. „Á þessum misgjörðum viðkomandi læknis, á meðan hann starfaði innan veggja stöðvarinnar, biðst Handlæknastöðin innilega afsökunar enda þótt hún beri ekki á þeim ábyrgð gagnvart sjúklingum hans.“ Upp komst um málið á síðasta ári eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti læknisins. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Embætti landlæknis réðst í umfangsmikla rannsókn vegna málsins og hefur heilbrigðisráðuneytið staðfest þá ákvörðun landlæknis að svipta lækninn starfsleyfi.
Heilbrigðismál Reykjavík Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15