Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júlí 2021 12:01 Julilan Assange sést hér koma fyrir dóm í London í apríl í fyrra. Getty/Jack Taylor Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs. Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs.
Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira