Ertu aktívisti eða andstæðingur? Þú skuldar mér afstöðu Þórarinn Hjartarson skrifar 9. júlí 2021 15:31 Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun