Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 11:30 LeBron stefnir á að vera í L.A. það sem eftir lifir ferilsins. Bauer-Griffin/FilmMagic Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag. LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira
LeBron James er einn besti körfuboltamaður samtímans. Hann hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2003 og stefnir á að spila meira en tvo áratugi í deildinni. LeBron samdi við Lakers árið 2018 eftir að hafa spilað með Cleveland Cavaliers og Miami Heat. Hann hefur nú sagt að hann vilji enda ferilinn í Englaborginni en hann ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna fyrr en eftir fertugt. Now that @KingJames has played for the @Lakers, he says he never wants to play anywhere else ever again: https://t.co/I0vPqFFhuH pic.twitter.com/P2Ot91GOfg— Silver Screen and Roll (@LakersSBN) July 12, 2021 „Ég vona innilega að ég geti endað ferilinn með Lakers, sama hversu mörg ár ég á eftir – fjögur, fimm, sex eða sjö. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila leikinn. Ég elska að vera í Los Angeles, fjölskyldan mín elskar að vera í Los Angeles.“ „Að vera hjá sögufrægu liði eins og Lakers er eitthvað annað, þetta er eins og ég í Space Jam. Ég bjóst ekki við að þetta væri möguleiki. Maður hugsar um Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson, Wilt Chamberlain, Jerry West, Elgin Baylor, Kobe Bryant, Shaq og alla þessa leikmenn. Listinn er endalaus,“ sagði LeBron í viðtali nýverið. Hann var þar að ræða kvikmyndina Space Jam: A New Legacy, þar sem hann fer með aðalhlutverkið. #NewProfilePic pic.twitter.com/3Qceot7Jq8— LeBron James (@KingJames) July 12, 2021 Það var í raun löngu vitað að LeBron ætlaði sér alltaf að enda ferilinn hjá Lakers. Það var síðasta skrefið hans á annars frábærum ferli þar sem hann hefur nú þegar unnið fjóra meistaratitla og alls farið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar tíu sinnum. Hann hefur gefið út að honum langi að spila þangað til Bronny, sonur hans, mæti í deildina en þeir feðgar eiga sér þann draum að spila saman. Þó LeBron sé orðinn 36 ára þá er hann enn í fullu fjöri og ef ekki hefði verið fyrir slæm meiðsli á þessu tímabili hefðu Lakers ef til vill farið lengra. Það verður að koma í ljós hversu lengi LeBron spilar en miðað við feril hans til þessa kæmi lítið á óvart ef hann myndi spila þangað til hann væri fertugur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira