Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 13:42 Dýralæknafélag Íslands segir að umfjöllun um dýralækna geti oft verið mjög óvægin og ósanngjörn. Vísir/vilhelm Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan. Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan.
Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31
Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18
Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39