Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2021 13:42 Dýralæknafélag Íslands segir að umfjöllun um dýralækna geti oft verið mjög óvægin og ósanngjörn. Vísir/vilhelm Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan. Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir í samtali við Bændablaðið að ástæðurnar fyrir niðurstöðunni séu fjölþættar og mismunandi. Á meðan fleiri dýralæknar starfi á þéttbýlari svæðum sinni ellefu þjónustudýralæknar mjög stórum svæðum og vinni oft á tíðum einir. Þá hafi vaktsvæðin stækkað vegna breytinga á löggjöf um aðskilnað á eftirliti og þjónustu. Álag aukist mikið á síðustu árum Bára segir dæmi um að dýralæknar þurfi að keyra um 200 kílómetra aðra leið við erfiðar aðstæður, vakti stór svæði og séu mikið á vakt. Sífellt erfiðara sé að fá fólk í þessar stöður. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar hefur álag aukist í starfi síðustu misseri en 68% svarenda sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Bára segir í samtali við Bændablaðið að miklar sviptingar hafi verið í greininni frá árinu 1980 þegar héraðsdýralæknar voru 26 talsins. Í dag séu fjórir héraðsdýralæknar á landinu með eftirlitshlutverk á vegum Matvælastofnunar. Síðast í vor var umdæmum héraðsdýralækna fækkað úr fimm í fjögur. Einmanaleiki og óvægin umræða á samfélagsmiðlum meðal orsakavalda Samkvæmt skýrslu Dýralæknafélags Íslands eru helstu ástæður aukins álags aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Þá sé óvægin umræða á samfélagsmiðlum, einmanaleiki, samúðarþreyta og mannekla einnig meðal helstu orsakavalda. Að sögn Báru sýnir könnunin að það verði að grípa í taumana og skoða hvað sé hægt að gera til að bæta líðan dýralækna hér á landi. Hún bætir við að bandarískar rannsóknir bendi til að þarlendir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einnig bendi bresk rannsókn til þess að dýralæknar séu þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan.
Vinnumarkaður Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31 Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18 Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Fækka héraðsdýralæknum úr fimm í fjóra Umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar verður fækkað úr fimm í fjögur um mánaðamótin. Í fyrra var þeim fækkað úr sex í fimm. 28. maí 2021 10:31
Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Aðeins fjármagn til fyrir tvo dýralækna frá Ljósavatnsskarði til Fáskrúðsfjarðar. 12. ágúst 2015 16:18
Krefjast þess að ráðnir verði fleiri dýralæknar Hátt í þrjú hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þess efnis að Matvælastofnun ráði fleiri dýralækna á bakvaktir. 13. apríl 2015 09:39