Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2021 15:52 Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. Ríkisútvarpið hefur fjallað um stöðu fólks á öryggis- og réttargeðdeild á Kleppi. Meðal annars manns sem hlaut dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2017. Vegna mikils andlegs vanþroska var hann metinn ósakhæfur og er enn á Kleppi fjórum árum síðar. Þótt vera hans þar hafi átt að vera stutt. Segjast bera ábyrgð á þremur en ekki fimm af sex Fram kom í hádegisfréttum RÚV að af sex útskriftarfærum sjúklingum sem fastir séu á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum sveitarfélaganna séu fimm með lögheimili í Reykjavík. Sá sjötti komi frá Reykjanesbæ. Einn hafi þó fengið úrræði sem sé ekki tilbúið. Í tilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar að borgin beri ábyrgð á að útvega þremur einstaklingum, sem nú dvelji á geðdeildum Landspítalans, húsnæði og stuðning. Einn hafi þegar fengið húsnæði en hinir tveir séu nýlega útskriftarhæfir. Megi gera ráð fyrir því að þeir fái húsnæði og viðeigandi stuðning í haust. Sigurður Páll Pálsson telur sveitarfélögin, sérstaklega Reykjavík, geta staðið sig betur varðandi húsnæðisúrræði fatlaðs fólks.vísir/vilhelm Sigurður Páll Pálsson yfirlæknir réttargeðdeildar á Kleppi sagði í hádegisfréttum að Reykjavíkurborg og sum önnur sveitarfélög hafi ekki staðið sig nógu vel í að búa til úrræði fyrir þennan hóp. Þessu hafnar Reykjavíkurborg og sömuleiðis fullyrðingum varðandi mál hins ósakhæfa manns um að Reykjavík hafi „vísað málinu frá sér“ og „útvistað málinu til ríkisins“. Öryggisvistanir séu ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, heldur hafi verið og séu á hendi ríkisins. Skorti lagaheimildir „Öryggisvistun er sérhæft úrræði fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Á tímabilinu maí 2018 til 1. mars 2021 tók velferðarsvið að sér að reka öryggisvistun í Rangárseli með samningi við félagsmálaráðuneytið. Þá kom fljótt í ljós að það skorti lagaheimildir til að viðhafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir og kallaði velferðarsvið ítrekað eftir því að skýr rammi yrði settur um öryggisvistanir með setningu laga og reglugerðar.“ Búseta á vegum Reykjavíkurborgar sé veitt á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Réttargeðdeild Landspítalans er á Kleppi.Vísir/Vilhelm „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur lagt metnað í að veita fötluðum einstaklingum þann stuðning sem á þarf að halda í viðeigandi húsnæði frá því að málaflokkurinn kom yfir til sveitafélaga frá ríkinu árið 2011. Í Reykjavík búa í dag 462 einstaklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk. Þar af eru 185 með geðfötlun. Mikil uppbygging hefur á undanförnum árum átt sér stað í uppbyggingu úrræða fyrir þá en á síðustu þremur árum hafa 83 einstaklingar með geðfötlun fengið úthlutað húsnæði á vegum borgarinnar, þar af eru 56 nýjar úthlutanir og 27 milliflutningar.“ Þá er vakin athygli á því að margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búi í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild. Með aðstoð Landspítalans hafi fólkið breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst. „Velferðarsvið hafnar því þeirri fullyrðingu yfirlæknis réttargeðdeildar Landspítalans, í frétt RÚV þann 13. júlí, að sveitarfélagið standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk.“ Unnið að heildarenduskoðun laga Miðað við núgildandi lög hafi rekstur öryggisvistunar einungis stoð í almennum hegningarlögum og eigi heima á sviði refsivörslukerfisins með aðkomu heilbrigðiskerfisins. „Unnið er að heildarendurskoðun laganna á vettvangi félagsmálaráðuneytisins. Sú vinna felur meðal annars í sér að lög verði samin um öryggisgæslu og öryggisvistun, þar sem skilgreind verða hlutverk og aðkoma ríkis og sveitarfélaga að framkvæmd þjónustunnar. Þá munu þau líka fela í sér að sú stofnun sem fyrirhugað er að setja á laggirnar geti tekið að sér að veita þeim notendum félagsþjónustunnar, sem þurfa á tímabundinni öryggisvistun að halda, þjónustu, með það að markmiði að þeir geti að henni aflokinni nýtt sér þjónustu sveitarfélaga.“ Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. 11. júlí 2021 21:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur fjallað um stöðu fólks á öryggis- og réttargeðdeild á Kleppi. Meðal annars manns sem hlaut dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2017. Vegna mikils andlegs vanþroska var hann metinn ósakhæfur og er enn á Kleppi fjórum árum síðar. Þótt vera hans þar hafi átt að vera stutt. Segjast bera ábyrgð á þremur en ekki fimm af sex Fram kom í hádegisfréttum RÚV að af sex útskriftarfærum sjúklingum sem fastir séu á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum sveitarfélaganna séu fimm með lögheimili í Reykjavík. Sá sjötti komi frá Reykjanesbæ. Einn hafi þó fengið úrræði sem sé ekki tilbúið. Í tilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar að borgin beri ábyrgð á að útvega þremur einstaklingum, sem nú dvelji á geðdeildum Landspítalans, húsnæði og stuðning. Einn hafi þegar fengið húsnæði en hinir tveir séu nýlega útskriftarhæfir. Megi gera ráð fyrir því að þeir fái húsnæði og viðeigandi stuðning í haust. Sigurður Páll Pálsson telur sveitarfélögin, sérstaklega Reykjavík, geta staðið sig betur varðandi húsnæðisúrræði fatlaðs fólks.vísir/vilhelm Sigurður Páll Pálsson yfirlæknir réttargeðdeildar á Kleppi sagði í hádegisfréttum að Reykjavíkurborg og sum önnur sveitarfélög hafi ekki staðið sig nógu vel í að búa til úrræði fyrir þennan hóp. Þessu hafnar Reykjavíkurborg og sömuleiðis fullyrðingum varðandi mál hins ósakhæfa manns um að Reykjavík hafi „vísað málinu frá sér“ og „útvistað málinu til ríkisins“. Öryggisvistanir séu ekki hluti af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, heldur hafi verið og séu á hendi ríkisins. Skorti lagaheimildir „Öryggisvistun er sérhæft úrræði fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum. Á tímabilinu maí 2018 til 1. mars 2021 tók velferðarsvið að sér að reka öryggisvistun í Rangárseli með samningi við félagsmálaráðuneytið. Þá kom fljótt í ljós að það skorti lagaheimildir til að viðhafa nauðsynlegar öryggisráðstafanir og kallaði velferðarsvið ítrekað eftir því að skýr rammi yrði settur um öryggisvistanir með setningu laga og reglugerðar.“ Búseta á vegum Reykjavíkurborgar sé veitt á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Réttargeðdeild Landspítalans er á Kleppi.Vísir/Vilhelm „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur lagt metnað í að veita fötluðum einstaklingum þann stuðning sem á þarf að halda í viðeigandi húsnæði frá því að málaflokkurinn kom yfir til sveitafélaga frá ríkinu árið 2011. Í Reykjavík búa í dag 462 einstaklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk. Þar af eru 185 með geðfötlun. Mikil uppbygging hefur á undanförnum árum átt sér stað í uppbyggingu úrræða fyrir þá en á síðustu þremur árum hafa 83 einstaklingar með geðfötlun fengið úthlutað húsnæði á vegum borgarinnar, þar af eru 56 nýjar úthlutanir og 27 milliflutningar.“ Þá er vakin athygli á því að margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búi í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild. Með aðstoð Landspítalans hafi fólkið breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst. „Velferðarsvið hafnar því þeirri fullyrðingu yfirlæknis réttargeðdeildar Landspítalans, í frétt RÚV þann 13. júlí, að sveitarfélagið standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk.“ Unnið að heildarenduskoðun laga Miðað við núgildandi lög hafi rekstur öryggisvistunar einungis stoð í almennum hegningarlögum og eigi heima á sviði refsivörslukerfisins með aðkomu heilbrigðiskerfisins. „Unnið er að heildarendurskoðun laganna á vettvangi félagsmálaráðuneytisins. Sú vinna felur meðal annars í sér að lög verði samin um öryggisgæslu og öryggisvistun, þar sem skilgreind verða hlutverk og aðkoma ríkis og sveitarfélaga að framkvæmd þjónustunnar. Þá munu þau líka fela í sér að sú stofnun sem fyrirhugað er að setja á laggirnar geti tekið að sér að veita þeim notendum félagsþjónustunnar, sem þurfa á tímabundinni öryggisvistun að halda, þjónustu, með það að markmiði að þeir geti að henni aflokinni nýtt sér þjónustu sveitarfélaga.“
Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. 11. júlí 2021 21:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. 11. júlí 2021 21:45