Tiger King þættir Amazon hættir í framleiðslu? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 10:00 Cage segist ekki munu fara með hlutverk Joe Exotic. Vísir/Getty Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið. „Höfuð það á hreinu. Ég las tvö mjög góð handrit, sem mér fannst frábær, en ég held að Amazon hafi undist að efnið væri orðið úrelt vegna þess að það tók svo langan tíma að koma þessu saman,“ sagði Cage í viðtali við Variety sem birtist í gær. Hann segir að á þeim tíma sem verkefnið hófst hafi Amazon þótt það spennandi en verkefnið sé nú orðið úrelt. Amazon hefur ekki svarað fyrirspurnum People um málið. Hefði orðið úr þáttunum hefði það verið fyrsta skipti sem Cage leikur í sjónvarpsþáttum. Fréttir um fyrirhugaða þættina bárust fyrst í maí í fyrra, aðeins vikum eftir að Tiger King: Murder, Mayhem and Madness komu út á Netflix. Byggja átti Amazon þættina á greininni Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild eftir Leif Reigstad sem birtist í Texas Monthly. Þrátt fyrir að Amazon þættirnir séu ekki lengur á dagskrá þarf fólk ekki að örvænta, aðrir þættir úr smiðju NBCUniversal eru í vinnslu og byggjast þeir á lífi Exotic. Þættir NBCU eru byggðir á Wondery hlaðvarpinu Joe Exotic og mun John Cameron Mitchell leika Exotic og Kate McKinnon mun fara með hlutverk Carole Baskin, óvinar Exotic. Joe Exotic varð heimsfrægur eftir að Netflix þættirnir um hann komu út. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa borgað manni til að myrða Baskin. Netflix Amazon Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Eigendum Tiger King dýragarðsins gert að afhenda tígrishvolpana Nýjum eigendum dýragarðsins í Oklahoma, sem var sögusvið þáttanna Tiger King, hefur verið gert að afhenda fulltrúum alríkisstjórnar Bandaríkjanna alla tígrishvolpa og tígrisynjum garðsins. 20. janúar 2021 13:07 Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. 4. desember 2020 10:51 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Höfuð það á hreinu. Ég las tvö mjög góð handrit, sem mér fannst frábær, en ég held að Amazon hafi undist að efnið væri orðið úrelt vegna þess að það tók svo langan tíma að koma þessu saman,“ sagði Cage í viðtali við Variety sem birtist í gær. Hann segir að á þeim tíma sem verkefnið hófst hafi Amazon þótt það spennandi en verkefnið sé nú orðið úrelt. Amazon hefur ekki svarað fyrirspurnum People um málið. Hefði orðið úr þáttunum hefði það verið fyrsta skipti sem Cage leikur í sjónvarpsþáttum. Fréttir um fyrirhugaða þættina bárust fyrst í maí í fyrra, aðeins vikum eftir að Tiger King: Murder, Mayhem and Madness komu út á Netflix. Byggja átti Amazon þættina á greininni Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild eftir Leif Reigstad sem birtist í Texas Monthly. Þrátt fyrir að Amazon þættirnir séu ekki lengur á dagskrá þarf fólk ekki að örvænta, aðrir þættir úr smiðju NBCUniversal eru í vinnslu og byggjast þeir á lífi Exotic. Þættir NBCU eru byggðir á Wondery hlaðvarpinu Joe Exotic og mun John Cameron Mitchell leika Exotic og Kate McKinnon mun fara með hlutverk Carole Baskin, óvinar Exotic. Joe Exotic varð heimsfrægur eftir að Netflix þættirnir um hann komu út. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa borgað manni til að myrða Baskin.
Netflix Amazon Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Eigendum Tiger King dýragarðsins gert að afhenda tígrishvolpana Nýjum eigendum dýragarðsins í Oklahoma, sem var sögusvið þáttanna Tiger King, hefur verið gert að afhenda fulltrúum alríkisstjórnar Bandaríkjanna alla tígrishvolpa og tígrisynjum garðsins. 20. janúar 2021 13:07 Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. 4. desember 2020 10:51 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07
Eigendum Tiger King dýragarðsins gert að afhenda tígrishvolpana Nýjum eigendum dýragarðsins í Oklahoma, sem var sögusvið þáttanna Tiger King, hefur verið gert að afhenda fulltrúum alríkisstjórnar Bandaríkjanna alla tígrishvolpa og tígrisynjum garðsins. 20. janúar 2021 13:07
Sjálfboðaliði í athvarfi Baskins bitinn af tígrisdýri Tígrisdýr í dýraathvarfi Carole Baskins í Flórída beit konu í gær og er sagt hafa næstum því rifið af konunni hendina. Konan var að fæða tígrisdýrið og er sögð hafa stungið hendinni inn í búrið fyrir mistök. 4. desember 2020 10:51