Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 09:28 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar. Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar.
Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira