Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 09:46 Frá mótmæltum gegn Miguel Díaz-Canel og kommúnistastjórn Kúbu í Miami í Bandaríkjunum. Getty/Joe Raedle Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku. Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum. Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum.
Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59