Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 09:46 Frá mótmæltum gegn Miguel Díaz-Canel og kommúnistastjórn Kúbu í Miami í Bandaríkjunum. Getty/Joe Raedle Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku. Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum. Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum.
Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent