Yfirsjón Morgunblaðsins Björn Leví Gunnarsson skrifar 16. júlí 2021 11:30 Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skrifar Andrés Magnússon um ákaflega erfiða stjórnarmyndun og segir þar meðal annars: „Á hinn bóginn væri svo auðvitað hægt að reyna að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins, en hún þyrfti þá að vera fimm flokka hið minnsta, en þar yrðu Píratar á meðal, sem óvíst er að myndu þola stjórnarsamstarf vel. Eða aðrir flokkar samstarfið við þá.“ Í fyrsta lagi er það rangt, eins og ritstjóri Kjarnans bendir á - fjögurra flokka stjórn út frá þessari skoðanakönnun er möguleg án Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi að þá er það fullyrðingin um að Píratar myndu ekki þola stjórnarsamstarf vel eða aðrir flokkar samstarf við Pírata. Í fyrsta lagi er auðvitað auðvelt að benda á samstarfið í borginni sem gengur bara mjög vel. Það eitt og sér ætti að afsanna þessa fullyrðingu. Í öðru lagi er hægt að útskýra þetta sjónarmið með orðum annars ritstjóra Stundarinnar - þar sem það er ágætlega útskýrt hvers vegna sumir aðrir flokkar (það kæmi kannski fólki á óvart hvaða flokkar það eru) þola ekki Pírata. Það sem skiptir máli þar eru auðvitað ástæðurnar fyrir pirringnum og farið er yfir góðan hluta þeirra í grein Stundarinnar. Píratar eru nefnilega með mjög einfalda kröfu um að bæta stjórnmálin og auka lýðræðið - sem tekur völdin frá flokkum sem alla jafna vilja bara ráða öllu eftir eigin geðþótta. Ég tek því undir með Andrési Magnússyni, ekki um að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn - heldur að það verði ákaflega erfitt að mynda stjórn án Pírata. Því eina leiðin til þess að draga stjórnmálin inn í nútímann, með þátttökulýðræði, gagnsæi og stjórnmálum án sérhagsmunatengingar - er að kjósa Pírata. Stór hópur Pírata á Alþingi er lykillinn að því að draga hina flokkana úr klassískri skotgrafarpólitík þar sem góðum málum er fórnað í pólitískum hanaslag. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir flokkanna hafa engan áhuga á að gera betur. Þeir munu æmta og skræmta á hæl og hnakka. Verði þeim bara að góðu með það bara. Ég vil gera hlutina öðruvísi og ég veit að það er erfitt. Á sama tíma er það líka nauðsynlegt því sömu flokkarnir við stjórnvölinn - aftur og aftur - eru ekki að fara að gera neitt nýtt. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun