„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 07:53 Michael Gargiulo var sakfelldur eftir að Ashton Kutcher bar vitni fyrir dómi. Getty/Frederick M. Brown Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32