Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 16:56 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er með málið til skoðunar. Greg Mathieson/Mai/Getty Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni. Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Yfir 20 starfsmenn hafa síðan í janúar lýst einkennum sem svipar um margt til einkenna „Havana-heilkennis,“ sem er dularfullur sjúkdómur í heila. Engar óyggjandi útskýringar hafa fundist á heilkenninu, en bandarískir vísindamenn segja margt benda til þess að örbylgjur sem beint er að fólki valdi því. Heilkennið er kennt við Havana, höfuðborg Kúbu, vegna þess að starfsfólk á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar í landi fór margt að finna fyrir einkennum þess, svima, heyrnar- og jafnvægistapi, kvíða og heilaþoku, á árunum 2016 til 2017. Bandaríkjastjórn sakaði kúbversk stjórnvöld í kjölfarið um að standa að „örbylgjuárásum“ á starfsfólk sitt. Stjórnvöld á Kúbu þvertóku fyrir allar slíkar ásakanir, en í kjölfar þeirra kastaðist enn frekar í kekki í sambandi ríkjanna tveggja, sem gekk ekki lipurlega fyrir sig áður en málið kom upp. Rannsaka málið ofan í kjölinn Fyrst var greint frá málinu í umfjöllun New Yorker, en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest frásögn blaðsins og segist nú vera að rannsaka málið af miklum móð. Austurrísk stjórnvöld hyggjast vinna með Bandaríkjunum til að komast til botns í málinu. Bandaríkin eru með ýmsa fulltrúa utanríkisþjónustu sinnar í Vín og nú standa yfir óformlegar viðræður milli Bandaríkjamanna og Írana um að setjast að samningaborðinu og ganga aftur að kjarnorkusamkomulagi ríkjanna frá 2015, sem Bandaríkin sögðu sig úr í stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Tilfelli heilkennisins dularfulla hafa komið upp víðar en í Vín og Havana, en bandarísk stjórnvöld segja tilfelli í Vín fleiri en nokkurs staðar annars staðar, að Havana undanskilinni.
Austurríki Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11