Færeyingar mótmæla vígvæðingu norðurslóða Guttormur Þorsteinsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Norðurslóðir Hernaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar