Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 08:00 Leiknismenn unnu góðan 2-0 sigur á Stjörnunni í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur. Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var að sjálfsögðu á skotskónum er Leiknir Reykjavík tók á móti Stjörnunni. Eftir fína sókn Leiknis strax á 7. mínútu barst boltinn inn á teig þar sem Andrés Ramiro Escobar lagði hann á Sævar Atla sem átti skot í varnarmann og þaðan í netið. Um miðbik fyrri hálfleiks áttu heimamenn aftur fína sókn upp vinstri vænginn. Boltinn barst á Emil Berger sem lyfti honum fyrir markið þar sem Hjalti Sigurðsson stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Leiknir 2-0 Stjarnan Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Adam Árni Róbertsson góða sendingu inn fyrir vörn Víkings. Hann átti í kjölfarið fyrirgjöf sem Sindri Þór Guðmundsson skallaði snyrtilega yfir Þórð Ingason í marki gestanna og staðan 1-0. Þannig var hún allt fram á 58. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Kwame Quee sýndi skemmtileg tilþrif og átti frábæra fyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem gat ekki annað en skorað. Hans 11. mark í sumar og staðan orðin 1-1. Tuttugu mínútum síðar skoraði Helgi Guðjónsson - annar varamaður - stórkostlegt mark en hann fór einkar illa með Magnús Þór Magnússon, fyrirliða Keflavíkur, í aðdraganda marksins. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Klippa: Keflavík 1-2 Víkingur Hér að neðan má sjá svo sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Markasyrpa Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki