Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2021 21:16 Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar, sem hefur meira en nóg að gera að taka á móti ferðamönnum með sínu starfsfólki í Skálholti þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira