Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2021 21:16 Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar, sem hefur meira en nóg að gera að taka á móti ferðamönnum með sínu starfsfólki í Skálholti þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Skálholt og Skálholtsstaður er einn af þekktustu ferðamannastöðum á Suðurlandi enda hluti af Gullna hringnum svonefnda. Ferðamenn hafa verið mjög duglegir að heimsækja staðinn í sumar, ekki síst útlendingar sem vilja fá að vita allt um þennan merkilega stað. „Þetta var höfuðstaður Íslands í 750 ár þannig að þú getur ímyndað þér hvað margt hefur gerst hér og margir gengið hérna um garða,“ segir Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar og bætir við; „Svo er Skálholtskirkja sjálf í rauninni geimsteinn gullna hringsins. Það eru hérna listaverk, altaristaflan hennar Nínu til dæmis og gluggarnir hennar Gerðar og það er svo ótrúlega fallegt og gaman að sjá þegar sólin skín innan um gluggana og þegar að Nína og Gerður tala saman þegar gluggarnir varpa ljósi á Jesú á altaristöflunni.“ Hér má sjá hvernig gluggarnir í Skálholti speglast í altaristöflu kirkjunnar eftir því hvernig birtan er úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Herdís segir að nokkur hundruð manns komi í Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann og oft miklu fleiri um helgar. Bandaríkjamenn og Evrópubúar séu sérstaklega áberandi. Á virkum dögum er boðið upp á ókeypis leiðsögn um staðinn. Herdís segir Íslendinga líka duglega að heimsækja staðinn en margir segi: „Hingað hef ég aldrei komið eða, hingað hef ég ekki komið síðan ég fermdist. Við viljum endilega fá fleiri vegna þess að þetta er svo merkilegur staður og svo mikill hjartastaður fyrir Íslendinga. Ég vil bara segja fólki að það er allt gott veður í uppsveitunum og allir eru hjartanlega velkomnir í Skálholt,“ segir Herdís. Nokkur hundruð manns, aðallega útlendingar heimsækja Skálholt á hverjum degi yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á heimasíðu Skálholts má finna mikið af upplýsing um starfsemina á staðnum.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira