Vopnað rán og hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 06:32 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður hafði ógnað starfsmanni með brotinni glerflösku og rænt peningum. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að en fannst seinna um kvöldið. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var nokkur erill í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum um sexleytið. Þrír menn höfðu ráðist á einn. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglumenn komu en vitað er hverjir þeir eru. Brotaþoli hlaut ekki alvarlega áverka af árásinni og leitaði sjálfur á slysadeild. Nokkuð um útköll vegna ölvunar Upp úr ellefu óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð lögreglu við að vísa tveimur gestum út af staðnum, þeir höfðu verið að ögra dyravörðum og neituðu að yfirgefa staðinn. Eftir tiltal lögreglumanna samþykktu gestirnir að yfirgefa staðinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mjög ölvaðan mann vera að angra gangandi vegfarendur. Eftir viðræður við lögreglumenn fór maðurinn til síns heima. Klukkutíma síðar var tilkynnt um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá treysti sér til að labba heim eftir að hafa verið vakinn af lögreglu. Rétt fyrir lokun skemmtistaða klukkan eitt var óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í Laugardal þar sem maður var til vandræða. Lögreglumenn ræddu við manninn og vísuðu honum á brott. Eftirlýstur maður reyndi að fara huldu höfði Klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ en engin slys urðu á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera ekki með gild ökuréttindi, hann var handtekinn. Klukkan 18:30 var tilkynnt um mann, með klút fyrir andlitinu, vera að reyna að komast inn í bifreiðar í Árbæ. Lögreglumenn fundu manninn sem reyndist einnig vera eftirlýstur og í annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um ölvunarakstur. Þeir voru báðir færðir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira