Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 16:08 Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda Röntgen. Vísir/Arnar Halldórsson Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon, segir að það hafi verið brjálað að gera í miðbæ Reykjavíkur undanfarið, allt frá afléttingu samkomutakmarkana fyrr í sumar og var gærkvöldið engin undantekning. Einhverjir hafi ætlað að nýta mögulega síðasta kvöldið fyrir aðgerðir. Ríkisstjórnin hefur boðað til fundar klukkan 16 í dag og má vænta þess að ráðherrar kynni nýjar sóttvarnatakmarkanir að fundi loknum. „Það er búið að vera brjálað að gera. Ég er að sjá sömu sölutölur og árið 2017. Það hefur verið ofboðslega fínt að gera og mjög gaman,“ sagði Jón Bjarni. Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon.stöð2 Ekki eins og venjulegur fimmtudagur Ásthildur Bára Jensdóttir, rekstrarstjóri Bankastræti Club segir að það hafi verið meira að gera í gær heldur en aðra fimmtudaga. „Við bjuggumst við litlu en það varð meira en við bjuggumst við. Þetta var ekki eins og venjulegur fimmtudagur í gær.“ Segir lögregluna nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn Ásgeir Guðmundsson, eigandi Röntgen Bar, segir að það hafi verið mikið að gera í miðbænum upp á síðkastið. „Ég vill kannski gefa lítið fyrir það að miðbærinn hafi verið eins og stríðsástand síðustu daga. Þetta er bara gamla góða Reykjavíkur djammið. Lögreglan hefur gefið það út opinberlega að hún vilji stytta opnunartímann og hún beitir dagbókarfærslum til þess.“ Aðspurður hvað hann eigi við með því segir hann að staða mála sé stórlega ýkt í dagbókarfærslum lögreglunnar um helgar. Sjálfur hafi Ásgeir ekki orðið vitni af slíku ástandi né miklum slagsmálum. „Stjórnendur hafa lýst því opinberlega að þeir vilji nýta ástandið til þess að stytta opnunartíma og benda á reynslu af Covid19 tíma þar sem fólk mátti ekki koma saman. Mitt mat er að lögreglan sé að nýta dagbókarfærslur til þess að ná sínu í gegn.“ Rökvilla „Auðvitað var brjálað að gera í lok júní þegar allir voru komnir út og fengu loksins að fagna breyttu ástandi en þessar ofsafengnu lýsingar að stríðsástand hafi verið í miðbænum. Þær eru bara ekki sannar. Þetta er rökvilla. Eins og bóndi sem hleypir kvígum sínum út að vori og skýtur þær jafnóðum í túninu heim vegna þess að þær eru óstýrlátar fyrst um sinn.“ Jón Bjarni segist ekki verða var við mikil ólæti í borginni um helgar. Dillon sé vissulega staðsettur ofarlega á Laugavegi og lokar hann klukkan þrjú á nóttunni. „Það er aldrei neitt vesen hjá mér. Meðalaldurinn er hár meðal gesta og það eru kannski frekar læti eftir klukkan þrjú, ég veit það ekki. En á mínum stöðum hef ég ekki orðið var við neitt vesen. Ekki þetta stríðsástand að minnsta kosti.“ „Sultuslakur“ Þá segist hann pollrólegur yfir mögulegum aðgerðum. Þó óþægilegt sé að bíða eftir fréttum. „Ég er með risa tónleika í garðinum hjá Dillon á morgun. Dimma er að spila, Sprite Zero Klan og fleiri. Og nú er ég að hugsa hvort ég eigi að auglýsa? Á ég að ferja hátalara í garðinn? Það er óþægilegt að bíða og þá sérstaklega á föstudegi klukkan þrjú. En ég er öllu vanur. Ég er sultuslakur,“ segir Jón Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Saknar þess tíma þegar skemmtistaðir þurftu að loka fyrr: „Allt of mikið að gera“ Dyraverðir á skemmtistöðum miðbæjarins segja álagið í bænum gríðarlegt um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt innanlands. Dyravörður á Prikinu saknar þess tíma þegar hömlur voru á opnunartíma skemmtistaða vegna sóttvarnarreglna. 4. júlí 2021 19:20
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent