Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 11:51 Eva Sigurðardóttir er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Hún segir að ekki þurfi á göngu að halda til að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust. Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann. Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ganga átti Druslugönguna í tíunda skipti í dag en hún er gengin árlega til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. Eva Sigurðardóttir, einn skipuleggjenda, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu fundar ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Þar varð niðurstaðan 200 manna samkomubann og eins metra regla sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Druslugangan átti að leggja upp frá Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag og hefði því getað farið fram enda hafa hertar reglur ekki enn tekið gildi. Töldu sig ekki geta tekið áhættuna „Út frá því og þeim tölum sem hafa verið að koma af smitum sáum við að það væri skynsamlegast að fresta,“ segir Eva. „Okkar stefna er að vekja athygli á afleiðingum hjá öllum, þar með talið viðkvæmustu hópunum,“ segir Eva og vísar til þeirra sem eru í mestri hættu af því að smitast af Covid-19. 95 greindust með veiruna innanlands í gær. 75 þeirra voru utan sóttkvíar. Svo margir hafa ekki greinst hér á landi á þessu ári. Frá Druslugöngunni árið 2019.Druslugangan „Okkur fannst við ekki geta tekið áhættuna á að undir hópamyndun sem hefði getað ýtt undir útbreiðslu.“ Möguleiki er á að Druslugangan verði gengin í Reykjavík síðar á árinu en það verði bara að koma í ljós. Haustið gæti borið með sér druslugöngu „Við höfum svo sem ekki neglt neitt en hittumst í morgun og fórum yfir möguleikana. Það er erfitt að segja til um út frá stöðunni núna enda vitum við ekki hvernig málin þróast. En við munum klárlega reyna,“ segir Eva. Það sé aldrei að vita nema haustið beri með sér druslugöngu. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta göngunni. Málefni kynferðisofbeldis hafa verið ofarlega á baugi landsmanna undanfarnar vikur. „Þörfin er klárlega til staðar. Við fundum fyrir því að þessari þörf væri rosalega sterk. Það er mikill meðbyr með þolendum og mikilvægi göngunnar,“ segir Eva. Það þurfi þó enga göngu til að standa með þolendum. Við munum halda áfram að vekja athygli á málstaðnum og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama. Eva segist ekki vita betur en að Druslugangan fari fram með óbreyttu sniði á Mærudögum á Húsavík og Bræðslunni á Borgarfirði Eystra. Annað teymi haldi utan um þær göngur, í samvinnu við Reykjavíkurteymið, en þar sé gangan annars eðlis enda mun færra fólk sem taki þátt og auðveldara að halda utan um fjöldann.
Druslugangan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira