Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2021 14:12 Meira en 35 þúsund hektarar hafa orðið gróðureldum að bráð á Spáni það sem af er ári. Getty/Carlos Gil Andreu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun. Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í dag að slökkviliðsmenn hafi barist við meira en fimmtíu elda á undanförnum sólarhring og líklegt sé að enn fleiri eldar kvikni á næstu dögum vegna hitabylgju sem er í kortunum. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Ég vil ítreka það að ágúst verður erfiður mánuður,“ sagði forsætisráðherrann í dag. „Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að vera í viðbragðsstöðu þar til þetta tímabil er yfirstaðið.“ Slökkviliðið í Grikklandi lýsti því yfir í dag að vanræksla á sveitabæjum og framkvæmdasvæðum hafi orðið til þess að einhverjir eldar hafi kviknað. Flestir eldanna hafa brunnið í suðurhluta Peloponnese héraðsins en engir hafa farist í eldunum. Auk eldanna í Grikklandi hafa eldar logað á Sardiníu og Sikiley í Ítalíu. Slökkviliðið á Sardiníu hefur notið aðstoðar slökkviliðsflugvéla frá Frakklandi og Grikklandi, sem hafa barist gegn eldunum úr lofti. Meira en fjögur þúsund hektarar af skóglendi hafa orðið eldunum að bráð og meira en 350 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Þá kviknuðu eldar nærri bænum Erice á Sikiley í dag. Meira en 1.500 hektarar af skóglendi hafa brunnið í Katalóníu á Spáni um helgina og tugir hafa þurft að flýja heimili sín. Tekist hefur þó að slökkva lang flesta eldana í dag. Þá hafa meira en 2.500 hektarar brunnið í Lietor á Spáni undanfarna daga áður en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldanna þar. Á þessu ári hafa meira en 35 þúsund hektarar af landi brunnið á Spáni. Náttúruhamfarir í Evrópu hafa verið mikið í fréttum undanfarið en flóð eftir hamfararigningar riðu yfir Þýskaland, Belgíu, Austurríki og fleiri lönd í Vestur-Evrópu í síðustu viku. Hátt í 200 fórust í flóðunum. Þá hafa úrhellisrigningar í Englandi og Wales leikið landsmenn grátt og breyttust götur Lundúna í ár í nótt og í morgun.
Spánn Grikkland Ítalía Náttúruhamfarir Gróðureldar í Grikklandi Tengdar fréttir Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17 Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Ólíklegt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað. 21. júlí 2021 08:17
Drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Þýskalandi Myndband sem tekið er á dróna í bænum Erfstadt-Blessem í vesturhluta Þýskalands sýnir glögglega hversu mikil eyðilegging hefur orðið að völdum mikilla flóða eftir úrhellisrigningu á svæðinu. 16. júlí 2021 13:38