Stærðfræðidoktor vann fyrsta ÓL-gull Austurríkis í hjólreiðum í meira en öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:01 Anna Kiesenhofer kemur hér í mark sem nýr Ólympíumeistari. AP/Christophe Ena Stærðfræðingar eru vanir að vinna einir að lausn sinna vandamála og einn af nýjum Ólympíumeisturunum í Tókýó vill enga hjálp frá þjálfurum eða öðrum sérfræðingum þegar hún stundar sína íþrótt. Hún þorir að vera öðruvísi og það skilaði henni sögulegu Ólympíugulli. Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira