„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 20:00 Sum gagnrýni stjórnarandstöðunnar stenst ekki skoðun, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Meðal annars hafa stjórnvöld legið undir ámæli núna eftir á, fyrir að hafa liðkað fyrir komu ferðamanna hingað til landsins á hinum og þessum tímapunkti, en í þeim efnum undirstrikar forsætisráðherra að farið hafi verið í nærrum því einu og öllu að ráðum sóttvarnalæknis. Sumir hafa gengið svo langt að krefja ríkisstjórnina beinlínis um afsökunarbeiðni vegna þess ástands sem nú er komið upp. “Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar á því að árangur okkar Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum þegar kemur að baráttunni við þennan faraldur. Ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni þennan árangur eingöngu. Hann er auðvitað fyrst og fremst okkar góða fagfólki og framlínufólki að þakka og aðallega þjóðinni sjálfri. Ég held að þjóðin ætti fremur að vera að klappa sér sjálfri á bakið en að vera að biðja einhvern afsökunar á því,“ segir Katrín í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Endurbólusetningum Janssen-hópsins mögulega flýtt Forsætisráðherra vonar að faraldurinn verði ekki stórt pólitískt hitamál í aðdraganda kosninga, en býst alveg eins við því. „Það kemur mér ekki á óvart að þegar nær dregur kosningum þá færist skjálfti yfir mannskapinn. En gagnrýnin þarf þá að vera málefnaleg og standast skoðun,“ segir Katrín. Katrín felur það fagfólki að meta hvernig skuli ráðstafa bólusetningum ákveðinna hópa í bili. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í dag að til skoðunar væri að gefa þeim sem fengið hafa Janssen-sprautu aðra sprautu enn fyrr en áætlað var, en til stóð að gera það um miðjan ágúst. Í þeim efnum sé litið til þess að byrja á grunn- og leikskólakennurum. Ákvörðun um að gera þetta fyrr en til stóð liggur þó ekki endanlega fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. 25. júlí 2021 13:55
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01